Andvari - 01.01.1903, Side 103
97
þær séu þrenskonar: sunnan-, miðáls- og norðangöngur.
Sunnangöngur eru tiðastar og stopulastar; koma helzt
á vorin snemma, í aprll; er það oftast stór og magur
fiskur, oft ógotinn, með miklum hrognum, og gýtur
eflaust í Djúpinu; gengur hann einkum inn með Stiga-
lilíð og inn á grunnin SV. við álinn. Miðálsgöngurnar
koma beint úr hafi og ]>ykja drýgstar. Er það fremur
smár fiskur, en feitur, oft með kampalampa. Kemur
hann nær sem vera skal, fer eftir miðálnum og gengur
oft langt inn í Djúp (Mið- og Inndjúp). Á sumrin og
haustin er það undirmálsfiskur (,,sprotafiskur“); stærri
fiskurinn er oft með síld. I Miðdjúpinu er fiskur ávalt
stopull frá nýári til krossmessu, en þó koma stundum
hlaup, en standa stult við, þannig 1895 eftir nýár mikið
þorskhlaup með hafsíld í Vigurál og oft i vetur er leið.
Tvö síðustu ár Iiefur verið stöðugur aíli frá páskum.
1898 var fiskilaust um veturinn. Á laugardag umsum-
armál var snögglega alment hlaðfiski við Ogurhólma,
næsta mánudag varð ekki vart fyrir innan Ögur, dag-
ana á eftir heldur ekki, og á miðvikudag að eins í
Höfnum. Alla ]>essa daga var stöðugur a(li í Bolungar-
vík. Með þessu hlaupi var síld. Ur Miðdjúpi gengur
fiskur í Álftafjörð og Seyðisfjörð fyrst um krossmessu
og er þar oft fram til jóla; er það vanalega smærri
fiskur en í Djúpinu úti fyrir. Síðustu 10 ár hefur
fiskur gengið seinna mikið íSkötufjörð en áður; annars
er fjörður þessi mjög fiskisæll, enda er hann nærri
jafndjúpur og Djúpið úti fyrir honum. Síðan um 1880
hefur fiskur lagst frá Inndjúpinu; gekk hann áður um
fardaga inn að Ögurhóhnum og undir júnílok inn í
Borgareyjarsund. Var þar þá oft róið með haldfæri.
Þaðan hélt hann áfram alt inn nndir Isafjarðarbotn og
inn í Mjóafjörð og lá í fjörðunum fram á liaust. Ein-
staka hlaup koma þó enn, t. d. 1893 alveg inn að
7