Andvari - 01.01.1903, Síða 105
99
mikið af steiribít. Kemur hann lielzt seint í maí og
júlílok. — Loðnu er víst ekki mikið um, þó sést hún
stundum í fiski. — ScindsíU (trönusíli, löngusíld, smokk-
síld, selsíld) kemur árlega og víst oi't mikið af ])ví, en
ekkert veitt til beitu, enda oftast smátt, 3—5". — Há-
meri sést oft í Bolungarvík síðari hluta sumars og
skemmir síldarnet. — Iiáfur kemur þar oft um sama
leyti og er skorinn niður, ef hann fœst.
Eg var svo óheppinn, að lítið aflaðist meðan eg
var við Djúpið. Hin miklu aílabrögð, er höfðu verið
þar sífelt síðan um haustið, líldega hin mestu, er menn
vita um við Djúpið, voru nú loks farin að réna. Eg
gat því ekki séð mikið af nýöfluðum fiski og skoðað
fæðu hans. I Bolungarvík fann eg í þyrsklingsmögum
af 30 fðm. dýpi: margfætlu, sprettfisk og hvalhita, í
ýsu af 40 fðm. ýmsa orma og margfætlu. I stútungi,
sem veiddist í utanverðum Álftafirði, voru magarnir
troðnir af hvalleifum frá hvalveiðastfiðvunum þar í
firðinum og svo kvað oftar vera þar og í Seyðisfirði.
Utlend og innlend þilskip fiska mjög úti fyrir Djúp-
inu, en inni í þvi mjög sjaldan; botnvörpungar koma
þangað aldrei, en danskir kolaveiðarar hafa verið lítið
eitt í Álftafirði.
Menn gera út með vinnumönnum og hásetum, sem
ráðnir eru upp á heilan hlut, og verða að kosta sig
sjálfir, eða (í Bolungarvík) taka menn upp á fæði frá
veturnóttum og láta ])á hafa 50—60 öngla lóðarstúf.
Utgerðarmaður („reiðari") tekur 3 dauða hluti af sex-
æring, en leggur til verbúð, veiðarfæri, setningsvindu,
hrognkelsanet og hús undir fisk. Síld, kúfisk og smokk
til beitu verða allir að kosta. Formannskau]) er í Bol-
ungarvík lieill hlutur, en í Hnífsdal hálfur hlutur.
Víðast við Djúpið liggja menn við i verbúðum og
þær nú orðnar allmyndarlegar margar hverjar.
7*
eru