Andvari - 01.01.1903, Qupperneq 106
100
í Bolungarvík eru þær alveg úr timbri, eða þá með
grjótveggjum. Uppi á lofti er svefnskúli, eu niðri eru
geymd sjóklæði og veiðarfæri og beitt.
Norðan við Ritinn skerst Aðalvík inn niilli bans
og Straumness, hér um bil míla á breidd og lengd.
Hún er öll grunn, hvergi meir en 20 fðm. og ])að að
eins yzt. Þar er nú töluvert útræði og sjór stundaður
árið um kring, nema um sláttinn, en aðalvertíðir eru
vor og haust. 13 skip gengu í vor, sexæringar með 5
eða 6 á. Menn róa dýpst nær 2 mílur undan annesj-
urn á vorin, en á haustin út á víkina. A vorin og
veturna brúka menn lóðir, en ú sumrin og haustin að
eins haldfæri. Menn leggja í einu mest um 20 lóðir.
Haukalóðir eru nú lítið, en voru áður mikið brúkaðar,
og aflaðist oft vel ú ]rær skata og lúða. Beitt er ljósa-
beitu, hrossakjöti, síld, þegar hún fæst (i lagnet, eða
frá ísaíirði), eða smokk, sem rekur oft eða er veidd-
ur. Um sandmaðk og krækling er lítið. Kúfiski
eða annari skelbeitu má ekki beita þar heldur en í
Djúpinu, ' Hrognkelsaveiði er nokkur á vorin og ræksn-
unum beitt. Steinbit er lítið um. Fiskigöngur þykja
flestar koma úr SV. og fara N. með. Annars hagarþar
likt til um flest, er að fiskiveiðum lýtur, og við Djúpið.
I víkunum milli Straumness og Horns, Rekavík,
Fljótum, Hlöðuvík, Hælavík og Hornvík, er lítil bygð
og lítið útræði, aðeins bátur frá bæ (árið 1900 9 bátar)
og róið til að fá sér björg til heimilis. Gæftir eru
stopular, nema á sumrin, ]>ví veðráttan er óblíð og ís
rekur oft inn á víkur. Á sumrin leita innlend og út-
lend fiskiskip oft inn á víkurnar undan íllviðrum.
Fyrir sunnan og vestan Djúpið skerast nokkrir
firðir til SA. inn í Vesturlandið. Fyrstur þeirra er
Súgandafjörður á milli Galtarins og Sauðaness. Það
er lítill fjörður og grunnur og utan til í honum er