Andvari - 01.01.1903, Blaðsíða 109
103
vorin er lítiS róið. Bátaútvegi hefur farið aftur; að
vísu ganga nú á haustin um 20 lle)dur, fjögramannaför
og tveggja, en fyrir um 20 árum gengu 20 stærri og
smærri bátar á vorin og gengu þá allir frá Skaga, en
inni í firðinum reru aðeins unglingar og gamalmenni á
smábátum. Voru þá aðeins hrúkuð haldfæri og hauka-
lóðir. A haustin reru menn oft út í Arnarfirði og
hrúkuðu þar lóðir. Fyrir um 15 árum var fyrst hrúkuð
lóð í firðinum. Nú er hún aðalveiðarfærið og lagðar
niest alt að 20 lóðir i einu á sexæring. Haldfæri eru
og nokkuð brúkuð og beitt sandmaðki, er fæst viða í
firðinum. Ánnars er beitt kúfiski, síld þegar hún fæst,
eða smokki; en hann kemur mjög óreglulega, og liða
oft svo mörg ár, að hann kemur ekki. Sandsíli (pæni-
síli, löngusíli) kenmr oft og hefur verið beitt, en ekkert
fiskast á það. Kaflínur hafa verið reyndar, en ekki á
heppilegum tímum.
Þorskur gengur fyrst í fjörðinn í júní og er
stundum fram yfir nýár. Þó hverfur hann oft snögg-
lega í nóv. Hér er einnig talað um sunnan- og haf-
göngur. Sunnangangan gengur meira á grunn i firð-
inum, en hafgangan, sem heldur sig í álnum. Bezt
þykir fiskur ganga í fjörðinn i S.- og SA.-átt, en fer
fram hjá í NA,- og N.-átt. Siðustu 20 ár hefur aíli
aldrei Itrugðist, en fiskur er óstöðugm1 irini í íirðinum,
fæst sjaldan lengur en einn dag á sama stað. A sumr-
in er hann oft dulur. — Ysa kemur siðustu 20 ár í
júní með stútungnum; er talin helmingi vænni en í
Arnarfirði og gengur alveg inn undir hotn með öðrum
fiski. Aður lengi gekk hún minna eða als ekki. —
Lijsa kemur á haustin nokkuð og fæst þá í síldarnet.
— Skarkoli er töluverður og nokkuð veitt af honum
í lagnet, einkum á Þingeyri og Framnesi. Til útflutn-
ings hefur hann eklci verið veiddur af innlendum. Bæði