Andvari - 01.01.1903, Síða 110
104
hann og annar fiskur sækir að hvalveiðistöðinni á
Framnesi og lifir inikið á hvalleifum. — Hrognhelsa-
veiði er ekki nfikil. — Skötu- og /lyðru-veiði er nú lítil.
Amerískir ílyðruveiðarar hivfðu áður bækistöð sína á
Þingeyri, en eru nú alveg lagstir frá fyrir nokkrum
árum og þykir mönnum lítil eftirsjá i jieim, jivi þeir
voru oft æði ófriðsamir og slarkfengir. Botnvörpungar
komu um tíma á utanverðan fjörðinn, en hafa ekki
verið þar síðan hinn minnisstæði atburður varð á
Haukadalsbótinni við „Royalist“. Danskir kolavéiðarar
hafa verið tíiluverl á íirðinum og islenzk fiskiskip koma
oft inn á Haukadalsbót til að fá sild eða undan veðrnm.
Skifta skip þar oft mörgum tugum i einu.
Arnarfjörður er mestur fjörður á Yesturlandi,
annar en Isafjarðardjúp. Hann er nærri 2 mílur á
breidd í mynninu og víðast um 1 mila inn að Langa-
nestá; þar klofnar hanri í tvent, því sunnan við nesið
ganga inn úr honum Suðui-firðir, er kvíslast í 4 firði:
Geirþjófsfjörð, Trostansfjörð, Reykjarfjörð og Fossfjörð.
Norðan við nesið heitir áfram Arnarfjörður. Insti hluti
hans nefnist Borgarfjörður. Arnarfjörður er 6 mílur
á lengd í Borgarfjarðarbotn, en 31/, að Langanestá. I
ílóanum úti fyrir firðinum er dýpið 25—40 fðm., en
fjörðurinn sjálfur er dýpri, kringum 60 fðm. inn að
Langanesi og undan Fossdal um 70 fðm. Dýpið nær
langt inn í Suðurfirði, víða um 70 og i Stapadjúpi nær
80 fðm. að sögn. Fyrir norðan Langanes er nokkuð
grynnra, einkum yzt, því hryggur liggur frá nesinu út
undir Bauluhús. Djúpið myndar 4—500 breiðan ál,
sem er nokkur veginn miðfjarðar; meðfram honum
liggja grunn með 30—40 fðm. dýpi. Að firðinum liggja
há og brött fjöll og er ]>vi misvindasamt mjög og ilt
að sigla. Lendingar eru víða brimasamar, einkum yzt