Andvari - 01.01.1903, Page 111
105
við fjörðinn, en víðast er livítur skeljasandur með sjó
að SV, en möl að NA.
Um fiskiveiðar í firðinum frœddu mig: EinarGísla-
son í Hringsdal, feðgarnir Asgeir og Gísli á Álftamýri,
Mattías í Bauluhúsum, síra Lárus i Selárdal, Thor-
steinsson kaupm. á Bí)dudal og Guðm. Kristjáusson
skipstjóri í Rvík.
Utræði er frá öllum bæjum, er standa við fjörð-
inn inn að Bíldudal að sunnan og að Rafnseyri að
norðan. í Suðurfjörðum og við Innri-Arnarfjörð er
það ekki, ]>ví fiskur gengur ekki að jafnaði svo langt.
— Sjór er stundaður frá sumarmálum til 11 vikur af
sumri og á haustin frá 18. viku þangað lil afla þrýtur
(í nóv.). Gengu í vor 10 4-mannaför að sunnanv. og
7 að norðanv. Bátar eru nú með Isafjarðarlagi, áður
með l)reiðfirzku. Mesta útræðið hefur á síðari árum
verið í Selárdal. Þar er lending varin af löngu grjót-
rífi, er gengur út í fjörðinn, en m jög brimasamt og
brimleiðin krókótt. Mannskaðinn mikli þar í fyrra
linekt.i mjög. Menn róa í fjörðinn og á vorin stundum
út í haf með haldfæri fyrir steinbít, en brúka annars
mestpart lóðir. I firðinum leggja menn næturlóðir að
kvcldi og vitja um að morgni. Hver lóð er 100—120
fðm. löng með alt að 180 önglum. I einu Ieggja menn
20 lóðir mest. — Beitt er, auk ýmissar fiskbeitu, smokk,
kúfiski og síld. Smokkur kemur í fjörðinn einhvern
tíma í ágúst, en getur stundum brugðist alveg 2—3 ár
í senn. Fer hann inn i fjarðarbotna og flæmir síld oft
burtu. Er hann oft þangað til að snjóa fer á fjöll og
vex mjög í firðinum og lifir á síld og smáu sandsíli
(smokksíld). Einar í Hringsdal veiddi hann fyrst á
öngla 1874; áður var hann aðeins brúkaður þegar hann
rak. — Kúfiskur er víða, einkum í Suðurfjörðum, en
þó ekki dýpra en á 40 fðm. Var honum fyrst beitt