Andvari - 01.01.1903, Blaðsíða 112
106
1890, en alment ekki fyrr en 1893. Er nú tekinn mcð
plógi. — Aða og krœklingur eru sjaldgæf. — Loðna
kemur á vorin, en sjaldan, en nandsíli oft. Einar hefur
veitt ]3að í síldarnót og haft til beitu og lánast mjög vel.
A 19. öld hafa orðið miklar breytingar á fiski-
veiðum í Arnafirði. Á síðari árum hefur dregið mjög
úr ])eim, því hin mikla Jiilskipaútgerð á Bíldudal hefur
dregið mikið frá þeim. 1848—1860 gengu árlega um
30 bátar, flest sexæringar. Lágu menn ])á við í ver-
stöðum í eða kringum Selárdal (Kópavík, Yzta- ogMið-
dal) eða á Lokinhömrum og reru með haldfæri út á haf
fyrir steinhít, þegar gaf, en þess á milli með lóðir í
fjörðinn fyrir annan fisk. 1848—50 segir Gestur Vest-
firðingur beztu aflabrögð i Arnarfirði, 1848 6—7 hndr.
hluti, 1849 vorlduti 4—7 hndr., */8 steinbít, hitt þorsk,
og hausthluti 2—6 hndr. og 1851 8 hndr. hlutáhausti.
1860—80 gengu á vorin um 20 sexæringar úr verstöð-
um í og fyrir utan Selárdal og 2—3 skip frá Lokin-
hömrum. I 3—4 ár kringum 1885 brást þorskafli
alveg í firðinum. I Jb. A.M. er sagt um Litlueyrarhús
(í Bíldudal): „Heimræðe liefur vereð á sumur og haust
að góðu gagne, en það hefur nú brugðist i næstu 15
eður 16 ár, því fiskurinn hefur um þann tima allsjaldan
geingeð inn á Amarfjörð, so heimræðe hafe hier orðeð
hrnkað“. Líkt er sagt um bæi i Suðurfjörðum og
við Arnarfjörð út að Auðkúlu. Um Bauluhús er sagt:
„Heimræðe árið um kring, nema á vorin, um vertíðina.
Þá giöra menn sig að heiman i útver, ]>ví fiskur geingur
ei so langt inn á fjörðinn um þann tíma“. Líkt er
sagt um Álftamýri og Stapadal. Þá gengu úr verstöð-
unum kringum Selárdal 24 skip og nokkuð fleiri fyrir
bóluna.
Þorskur kemur sunnan með, sunnanganga, eða
utan af Barðagrunni, norðanganga (Gísli á Álftamýri