Andvari - 01.01.1903, Page 113
107
hefui' á jiilskipi fylgt göngu þaðan inn í fjörð). Sunnan-
gangan kemur í fyrsta lagi í miðjum marz, tíðast í
miðjuni apríl. Sá fiskur er mjósleginn, stórdröfnóttur
og magur; oft ógotinn (kýttur), en gýtur eílaust í firð-
inum; stundum eru með honum loðnuhlaup, eu oft
smásíld og sandsíli; oft er lítið í maga lians, þegar
hann kemur, en í firðinum etur hann grásleppuhrogn
og kampalampa, og er hann aðalfæða þorsksins í firð-
inum. Sunnaugangan heldur sig helzt sunnanmegin í
firðinum. Norðangöngufiskur gengur meira norðanmegin
í fjörðinn og í Dýrafjörð. Kemur hann ekki fyrr en
í maí; í maga hans er lílið, eða sandsili. Þorskur
gengur að jafnaði ekki lengra en inn á móts við Hvestu
og fer vanalega snemma í nóv., i síðasta lagi snemma
í des. Verður oft vart við hann norður með Barða
um það leyti sem hann fer úr firðinum. Stundum er
fiskur veturinn yfir í firðinum. Smáþyrsklingi er mikið
af kringum Kópanes. — Ysa kemur fyrst í sept. og
helzt á grunninu yzt í firðinum, en lileypur langt inn í
fjörð, ef N.-stormar koma. — Smáufsi er töluverður á
sumrin, en stórufsi sést aldrei. — Lýsa er sjaldgæf. —
Langa er litið eitt á haustin yzt í firðinum. — Keila
er fágæt, karfi einnig. — Steinbítur er mikill úti fyrir
og lifir þar mjög á kræklingi. — Flyðra var áður mikil
í röstunum úti við nesin og inni í firðinum og veiddist
mikið á haukalóðir. Nú er hún ]>ví nær þrotin og
skata einnig. — Sandkola. og stórkjöftu er mikið af
og skarkola víst líka. — Háfur sést lítið eilt á haustin.
Utlend fiskiskip koma ekki inn á fjörðinn, nema
botnvörpungar í hann utanverðan eða i flóann. Inn-
lend þilskip koma oft inn á Bíldudal til síldarkaupa.
Fyrir nokkrum árum lágu mörg skip á Hlaðsbót hjá
Alftamýri og öfluðu þaðan á bátum á lóðir í firðinum.
Barst mjög mikið af slógi niður í kringum þau. Þótti