Andvari - 01.01.1903, Blaðsíða 114
108
])að fæla burtu fisk. — í vor var ágætisafii í firðinum
alt fram á slátt, en þá tók fyrir hann, og var ]>að
ætlun manna, að fiskurinn hefði offylt sig á kampa-
lampa og svo lagst á meltuna, sem ekki er ósennilegt.
A milli Kópaness og Blakksness (Straumness) er
2 nn'lna breiður ílói. Inn úr honum ganga Tálkna-
fjörður og Patreksfjörður og skilur Tálkninn þá. Fló-
inn er grynstur yzt, hvergi meira en 24 fðm. á línu milli
nesja; svo kemur fyrir innan 45—50 fðm. dýpi, en frá
Tálkna liggur grunn til NV., með lfifðnn á, og annað
yfir að Blakksnesi, með 20 fðm.
Tdlknafjörður er 2 rnílur á lengd og breiðastur
yzt, tæp ’/a míla. Fyrir utan Suðureyri er 35—40fðm.
dýpi, en smágrynnist fyrir innan og Sveinseyri lokar
nærri fyrir insta hluta fjarðarins. Þeir Jón Johnsen
og feðgarnir Arni og Þorsteinn á Felli fræddu mig um
fjörðinn. Aðalvertíðin er frá sumarmálum til sláttar og
haustvertíð frá 20. viku til nóv.loka. Útræði helzt frá
Suðureyri og ágæt lending og frá Felli, Bakka, Sellátr-
um og Arnarstapavík (verstöð) að norðanverðu. Er
þar alstaðar aðgrunt og brimasamt og lendingar lakari.
í vor gengu um 10 bátar alls og liggja sumir við í
Arnarstapavík. Menn róa á haustin nt í fjörðinn og
eða flóann, en á vorin fyrir steinbít út á Kolsvíkurmið.
Mest er brúkuð lóð og leggja menn als 20—30 lóðir
(með 100 önglum) á dag, lagt tvisvar, beitt í bjóð, í
bala eða i bátinn. Haldfæri eru töluvert brúkuð, eink-
um við steinbít úti fyrir og þá beitl slógi úr honum.
Annars beita menn á síðari árum síld og kúfiski, sem
er víða í firðinum. Svo hefur smokk verið lengi beitt,
og ]>ess má geta hér, að Johnsen á Suðureyri liefur
fyrstur manna hér á landi veitt smokk um 1870, á
öngul, er Frakkar gáfu honum. Svo snn’ðaði Einar í
Hringsdal fyrstur öngul eftir mynd frá Johnsen 1874,