Andvari - 01.01.1903, Page 115
109
hafði þó áður gert tilraun til að búa til nokkurskonar
smokköngul. Smokkur kemur oft þegar fer að dimma
nótt, og álitið að hann komi sunnan með. Etur hann
oft mikið beitu af lóðarönglum, meðan þeir eru að
sökkva. Bezt að sökkva þá lóðinni sem fyrst, t. d.
með áhundnum steinum (kljáum). — Kuðungi beita
menn hér dálítið og veiða hann í firðinum á norskan
hátt í háf, sem þorskhaus er bundinn í. Sandmaðkur
er nokkur og er beitt. Aður tóku menn smásíld í háfa
í máfagerjum úti á sjó. Hennar hefur ekki orðið vart
á síðari árum.
Utvegur var áður meiri en nú, en er þó að auk-
ast aftur, samfara nýjum beitutegundum (síld og kúfiski)
og meiri aíla. 1850—60 reru 8—9 áttæringar úr Arn-
arstapavík og auk þess Iieimræði frá bæjum inn með
firðinum. Þá var mikið um skötu og flyðru og tölu-
verður aíli, mest á haldfæri. Lóðir voru þá, og 1 hndr.
með manni. Ilaukalóðir þektust ekki fyrir miðja öldina.
Hrognkelsaveiði var töluverð og brást sjaldan við inn-
anverðan fjörðinn. Um 1880 aflaðist ekkert í firðinum
á haustin og 1885—88 brást þorskafli alveg.
Um þorskgönguv eru menn hér á sömu skoðun og
i Arnarfirði, o: hvaðan þær komi og hvernig fiskurinn
er í hátt. Sjaldan koma þær í flóann fyrr en um
surnarmál, en fara alfarið í oldóherlok. Vorgöngurnar
eru oftast með tóman maga, en sandsíli er þó oft með
og svartfugl með því, eins og víðar. (Svartfugl gefur
aniiars oft góðar bendingar um, hvar fiskur er fyrir,
j)ví hann er oítast þar sem sílið og fiskurinn er). Á
síðari árum dregur úr öllum afla í firðinum í júlílok,
en lifnar við í sept., án þess að vart verði við nokkra
göngu utan að (sbr. Arnarfjörð). A vetrum er lítið um
fisk; þó verður vart við hann og er þá koli og mar-
hnútur í maga hans. — Annars er það merkilegt, að