Andvari - 01.01.1903, Síða 116
110
bæði hér og í Önundarfirði er á síðari árum oft mikið
af heilum fiski úr kúskeljum í maga þorsksins og hafa
menn viljað kenna því um, að botnvorpur og „snurre-
vaad“ rótuðu upp kúfiski og svo gæti þorskurinn náð
honum og etið. Skelina getur hann ekki brotið og
veiðarfæri þessi róta ekki upp lifandi kúfiski. I Tálkna-
fjarðarflóann hafa botnvörpungar heldur ekki komið,
nema stöku sinnum, og kolaveiðarar eru ekki nema
stundum í Tálknafirði. Af lóðunum fær hann ekki
kúfiskinn, því þar er hann skorinn í sundur. Eg sá
einmitt í nýfengnum þorski á Suðureyri mikið af kú-
fiski, heilum og nýjum, við einstaka var brot af skel-
inni. Eg tel líklegast að þetla sé kúfiskur, sem fellur
af borðum steinbítsins, og að hann brjóti skeljarnar,
en þorskurinn nái svo krásinni frá honum. Þetta er
einmitt samfara því, að steinbítur hefur gengið mjög
í flóann (og í Önundarfjörð) síðustu 4— 5 ár, en það
hafði hann ekki gert í nokkur ár þar á undan, og þá
bar heldur ekki á þessu. Annars var i þorskmögunum
sandsíli, varaseiði og sprettfiskur. Fiskur sækir mjög
að hvalveiðistiiðinni á Suðureyri og etur mikið af
hvalleifum. — Steiribítur er nú allmikill í flóanum;
í vor aflaðist um 1 hndr. í hlut á lóð eða á færi á
Kollsvíkurmiðum. — Ysa kemur oft þegar á vorin og
er allvæn. — Smálúða aflast töluvert seinni hluta
sumars. — SkarJcoli er töluverður veiddur af Dönum.
—• Áður komu Frakkar nijög á fjörðinn.
Patreksfjörður er tæpar 3 mílur á lengd og breið-
astur yzt, 2/., míla. Yzl er dýpið 40—45 fðm. (Mold-
uxadjúp); um miðbikið 30—35 og insl að sögn nær
00 fðm. — Þeir Ólafur Jóliannesson verzlunarstjóri og
Markús Snæbjörnsson kaupm. fræddu mig um fjörðinn.
Hagar hér að ílestu líkl til og i Tálknafirði. I haust
gengu 19 bátar úr firðinum og af þeim 14 frá Valn-