Andvari - 01.01.1903, Síða 120
114
ist frá á þessum svæðum, er ekki gott a8 segja hverj-
ar eru; en ekkivar þar um tálbeitu að ræða eða aðrar
„orsakir11 af manna völdum; ekki heldur selinn, ]>ví
liann var ekki eins mikill ]>á og nú á þessum slóðum
Þilskipum (útlendum) í utanverðum Breiðafirði gat
naumast verið um að kenna. Getur ]>ví ekki verið um
annað að ræða, en breytingar ú fiskigöngum, er meim
geta ekki við gert, og út lítur fyrir, að ávalt geti að
borið á ýmsum stöðum. Alli brást sunnan undir Jökli
um líkt leyti og í Oddbjarnarskeri. Nú er farið að lifna
]>ar við aftur. Fiskur er og oft nógur í utanverðum
Breiðafirði, t. d. út al' Rauðasandi. Þar afla innlend
þilskip nú oft vel.
Á svæðinu frá Horni inn með Húnaflóa og inn í
Hrútafjörð eru almennar fiskiveiðar stundaðar meira
eða minna, en ]>ó hvergi sem verulegur atvinnuvegur,
nema við Steingrímsfjörð og ]>aðan norður með að
Reykjarfirði syðra (Gjögri). Straumar (aðfallsstraumar)
liggja aðallega suður með Ströndum inn í firðina að
norðanverðu og út að sunnanverðu. Utfallsstraumarn-
ir eru hægari og fara í öfuga átt. Á milli Gjögurs og
Horns eru margir smáfirðir og víkur (lielzt Trékyllis-
vík með Norðurfirði, Ofeigsfjörður með Ingólfsfirði,
Reykjarfjörður nyrðri og Furufjörður), þar sem vel hag-
ar fil fyrir fiskiveiðar, þegar bafís ekki bagar, (sem reynd-
ar er oft), því lendingar eru víða góðar og úti fyrir eru
aflasæl fiskimið (Straudagrunnið), sem eru mjög notuð
á sumrin af þilskipum innlendum og útlendum. En á
þessu svæði er strjál og lílil bygð, (rúmlega 20 bæir á
eitthvað 20 mílna lajjgri strandlengju), svo ekki er að
búast við miklum útvegi, enda gera menn ekki meira í
þá átt, en að fara á sjó á litlum bátum; lil þess að
aíla sér bjargar lil beimilis, þegai' veður og önnur störf
leyfa. Þannig hefur ]>ví ávall verið báttað.