Andvari - 01.01.1903, Page 121
116
Á svæSinu milli Gjögurs og Steingríinsfjarðar er
sjór stundaður nokkuð og útræði frá flestum bæjum,
einkum frá Eyjum. Gengu jiaðau árið 1900 15 bátar,
fleslir tveggja manna för. Stunda menn róðra á öllum
tímum árs, nema á vetrum. Fiskimið eru góð þar úti
í álunum og þykir íiskur koma þar fyrr og fara síðar,
en í Steingrímsíirði og kvað jafnvel vera stundum vet-
urinn yfir. Misdýpi er mikið úli fyrir og skerjótt næst
landi; mest er brúkuð lóð, en þó einnig haldfæri með
berum önglum. A grunnunum úti fyrir Bjarnarfirði er
mikið um keilu. I Reykjarfirði, sem er mesti fjörður-
inn á þessu svæði (l‘/2 míla á lengd J/8 m. á breidd
og 50—60 fðm. djúpur inn undir botn), er lítið útræði,
nema á Gjögri.
Steingrímsfjörður er mesti og merkasti fjörðurinn
i Strandasýslu. Hann gengur fyrst í V. og síðan í
NNV. og er rúmar 3 mílur á lengd og 1 míla á breidd
í mynninu og heldur þeirri breidd inn að miðju, svo
mjókkar bann rnjög og er innan til að eins 7s— V*
míla. Utan til er hann djúpur, 60—80 fðm. og á bletti
allt að 100 fðm., en grynnist innan til 30—20 fðm.
Við mynnið er Grímsey, nærri norðurströndinni. Um
fiskiveiðar i firðinum fræddu þcir mig Björn Halldórs-
son á Smáhömrum, Finnur Jónsson á Kálfanesi, Ing-
ólfur Jónsson og Jón Guðmundsson á Þorpum. Utræði
er töluvert við fjörðinn utanverðan, einkum frá Smá-
hömrum, Þorpum og Eydalsá að sunnan og frá Gauts-
hamri að Dranganesi á Selströnd að norðanverðu. Haust-
ie 1900 gengu als 33 bátar, flest 4-mannaför með 4—5
á. Lendingar eru ágætar að sunnanverðu, í smávíkum
milli blágrýtistanga, er ganga þar alstaðar út í fjörðinn.
Róið er vanalega að eins út í fjarðardjúpið, en stund-
um, ])egar fiskur er að fara, út fyrir Gríinsey. Lóð er
nærri eingöngu brúkuð og lagðar 12—20 í einu, jafn-
8*