Andvari - 01.01.1903, Síða 122
116
langar og við ísafj.djúp. Haldfæri eru sjaldan eða aldr-
ei reynd. Aðalbeitan var áður kræklingur, sem var
álitin mesta tálbeita, en var bannaður með samþykt
fyrir nokkrum árum. (Sjá síðar). Fæst hann helzt við
fjörðinn utanverðan að sunnan. Nú er síld aðalbeit-
an, ef hana er að fá, svo og smokkur. Hann kernur
hér oft seinni hluta sumars (t. d. í surnar í miðjum
sept.) Hleypur hann ol't inst inn í fjörð og er mestur
hjá Hrófbergi. Gengur hann bezt í fjörðinn í S.-átt.
Einnig er beitt nokkuð innan úr kindurn, sel og hnísu
og svo Ijósabeitu og silungi.
Utvegur hefur aukist að mun á síðari árum, sam-
fara ]rví að menn fóru að afla sér síldar til beitu og
að fiskur hefur gengið betur í fjörðinn, en ])að hefur
hann gert síðan 1890. Áður bafði verið nærri aílalaust
þar síðan 1981. Gestur Vestf. segir 1850: „I Steingríms-
firði 4 hndr. hlutir og ])aðan af minna; þótti sá afli ný-
lunda þar“. Fyrir 1836 hafði verið langur aílaleysis-
kafli. Olavius segir, að þar haíi verið góður aíli und-
anfarin 7—8 ár (1775) frá Mikaelsmessu fram í miðj-
an janúar. I Jb. Á. M. er talað um nokkur aílaleysis-
ár í firðinum fyrir 1706.
Þorskur fer í fyrsta lagí að ganga i fjörðinn í
mai, en vanalega í júlí og ágúst, og sé hann ekki geng-
inn í ágúst lok, þykir ekki von um göngu. Bezt geng-
ur hann i NA.- og A.-átt. Stundum hleypur hann inn
i fjarðarbotn. Þegar farið er að aflast á Vatnesinga mið-
um, þykir aflavon í firðinum. Fiskurinn fer að draga
sig niður í fjarðardjúpið, þegar haustgarðar korna (í
lok okt.) og fer svo smámsaman út úr firðinum, út i
álana og er þar um hríð. Stundum er hann ]>ó í firð-
inum langt fram á vetur, ef áta er fyrir. Fyrir 1881
fór hanu vanalega ekki fyrir jól; þá var aldrei byrjað
á róðrum fyn1 en eftir göngur. Þyrsklingur fæst ol't