Andvari - 01.01.1903, Blaðsíða 123
117
mikill á krækling. Oft er víst fiskur í firðinum, sem
menn vita ekki um, af því menn reyna ekki með hald-
færum eða öðrum veiðarfærum eu lóð og stundum er
beituskortur. Langa er sjaldgæf, en lýsa er töluverð
og ýsa, einkum úti fyrir, minna inni í firðinum. Stein-
bít'ur er allur mjög smár; hlýri fæst stundum. Hrogn-
kelsaveiði er oft töluverð, en þó lítil nokkur undanfar-
in ár. Sandsíli er sagt að verði vart við. Hámeri er
oft með síld, en háfur sjaldgæfur.
Kollafjörður er lítill fjörður (1 míla á lengd, 5/„
rníla á breidd) og nærri lokaður af skerjum og grunn-
ur yzt, innan til um 15 fðm. Fiskur gengur því lítið í
hann, nema töluvert af brognkelsum og lítið eitt af síld,
lúðu og kola. Á skerjunum er líka krökt af sel (lík-
lega um 1000 selir), sem gera sitt til. Utræði og fiski-
veiðar eru því ekki við fjörðinn, nema hrognkelsaveiði
og lúðuveiði lítið eitt. Menn gera þaðan út í Steingríms-
firði. I firðinum er mjög mikið af hörpudiski (pecten
islandicus), sem er ágætis fæða, er menn ættu að
nota sér. Er einnig góð beita.
Þá er innar Bitrufjörður, 1 J/„ míla á lengd, víð-
astur ('/a míla) og dýpstur (30 fðm.) yzt, en mjókkar
og grynnist jafnt inneftir. Uti fyrir honum og Hrúta-
firði er jafndýpi, 30—00 fðm., en engin sker né grynn-
ingar. Fiskhlaup koma því stundum mikil í fji'irðinn,
seinni hluta sumars, en er mjög stopul og standa stntt
við. Stöðugar fiskiveiðar eru því ekki reknar þar, held-
ur að eins þegar göngur koma. Árið 1900 gengu að
eins 4 fleytur til fiskjar úr öllum hreppnum.
Hrútafjörður er lengsti fjörðurinn inn úr Húna-
ílóa, rúmar 4 mílur. Fyrir innan Hrútey er hann mjög
rnjór (*/*—’/r> mílu), en utanlil 2/„ mílu. Dýpið er ut-
antil 20—30 fðm., en rninna innan til. Fjörðurinn ligg-
ur frá N, til S., jafnhliða Miðfirði, en er ver lagaður