Andvari - 01.01.1903, Side 124
118
fyrir fiskigöngur, ]>ar sem hann er grynnri1. Þó koma
þar oft stór hlaup á sumrin og haustin, eins og t. d.
1897 og síldarhlaup eins og i haust, er hún gekk í
þéttri torfu inn að Borðeyri. En göngurnar eru svo
stopular, að fiskiveiðar eru ekki stundaðar reglulega,
heldur en í Bitrufirði. Jb. A. M. tekur fram að afli sé
stopull í Bitru og Hrútafirði. Um Fjarðarhorn (við
Hrútafjarðarbotn) er sagt: „Heimræðe gott, þegar fiskur
geingur. Nú um nockur ár fiskast eckert, því fiskur
hefur ei geingeð inn á fjörðinn, nema utarlega á firð-
inum tekur smámsaman að vaxa fiskgeingd á sumur,
þegar til er reynt“. Þó er tíðari aíli yzt í firðinum, en
inni í honum.
Útlend fiskiskip og innlend ])ilskip fara aldrei lengra
inn á Húnaflóa vestan verðan, en á móts við Reykjar-
fjörð syðri, ])ví þar fyrir innan taka við blindskerin.
Eg hefi nú reynt að skýra frá ástandi vanalegra
fiskiveiða á Vestfjörðum. Þær liafa nú lítið að segja
sem atvinnuvegur Breiðafjarðarmegin og ]>ar hefur þeim
farið mjög aftur frá því sem áður var. Húnaflóa meg-
in kveður víðast litið að þeim, nema við Steingríms-
fjörð; þar hefur þeim farið fram á síðari árum, sam-
fara því að menn fóru að verka saltfisk og beita síld,
en það er verulegur hnekkir þar, að fiskur gengur oft
svo seint og svo getur hafísinn komið þar þegar minst
varir og legið langt fram á sumar. Aðal-fiskiveiða-
svæðið eru því hinir eiginlegu Vestfirðir frá Bjargtöng-
uin að Straumnesi og hafa ætíð verið, sérstaklega Isa-
fjarðardjúp, og svo Arnarfjörður, Tálkna- og Patreks-
fjörður. Enda þótt veiðar á opnum skipum hafi verið
stundaðar þar með kappi og dugnaði um langan aldur,
i) Sbr. ferðaskýrslu mina i Andv. lDOi, bls. 117.