Andvari - 01.01.1903, Síða 126
120
alt ísafjarðardjúp, einkum Mi8- og Inndjúpið vel lagað
fyrir net.
Á síðustu 10 árum hefur farið mjög í vöxt að
beita síld, bæði nýrri og frosinni. Hafa jivi verið reist
nokkur frystihús, en ])au eru fú og öll eign kaup-
manna, sem hafa einkum komið þeim upp til ])ess að
bafa nægilega beitu handa þilskipum sínum og öðrum,
innlendum og útlendum. Hin elztu eru að eins fárra
(4—5) ára gönml. Þau eru: 1 á ísafirði, eign Ásgeirs-
son’s verzlunar og Árna Jonssonar, 1 í Hnífsdal, eign
P. Bjarnason’s kaUpm. á ísafirði, 1 í Haukadal í Dýra-
firði, eigu Grams verzlunar, 1 á Bíldudal og 1 á Vatn-
eyri, bæði eign Thorsteinson’s & Go. og 1 á Geirseyri
eign Isl. Hand. og Fiskeri Komp. Þessi fi hús eru öll
stór og vönduð, taka 200 tnr síldar í frysti, eða meir.
Auk þess er frystihús í Hólmavík í Steingrímsfirði, eign
Riis’ verzlunar og lílið í Hringsdal í Arnarf., eign Pét-
urs Björnssonar skipstjóra og byrjað var í sumar á að
smíða frystihús í Hnífsdal, sem átti að verða bændaeign
og í ráði að koma öðru upp í Bolungarvík, sem átti
að verða bændaeign, en eg sé nú, að P. Bjarnason
kaupm. auglýsir það i blöðunum sem sína eign. Af ])ví
að frystihúsin eru fá og ílestöll eign kaupmanna og geta
bvergi nærri fullnægt binum rniklu þörfum þilskipa og
báta, þá er frosin sild ákatlega dýr, 45 til yfir 50 kr.
tunnan1, þó er bún að mun ódýrari í Haukadals-íshús-
inu. Jafnvel ný, ófrosin síld er alt of dýr. I sumar
var hún seld á 24 kr. tunnan og var þó nóga síld að
fá. Þetta er engu lagi bkt. Hún ætti að geta orðið
nærri helmingi ódýrari. Það er ólag að fiskur, sem
jafnmikil ógrynni eru af hér kringum landið og inni í
1) Til samanburðar: í frystihúsinu í Reykjavík or tunnan
seld á 80 kr.