Andvari - 01.01.1903, Síða 130
324
firði og víSar fjögra hundraða hlutum, síðari hluta sum-
arsins . . .“ Það er ekki óhugsandi, að fiskur hefði
lagst frá Inndjúpinu, þótt enginn kúfiskur hefði verið.
Þess konar hefur svo oft komið fyrir annarstaðar, ]tar
sem ekki hefur verið um kúfisk eða aðra tálbeitu að
rœða. (Sbr. áður um Oddbjarnarsker og Hrútafjörð).
Það sem af mannavöldum getur mest dregið úr afla í
Inndjúpinu, er eimnitt hinn mikli afli í Ut- og Miðdjú])-
inu, ])ví ])ar veiðist margur fiskur, sem ef til vill hefði
annars fai'ið lengra inn og fiskurinn stöðvast þar stund-
um nokkuð við heituna, Fiskur mundi ])á líklega ganga
betur í InndjúpiÖ, ef bannað vœri að fiska i Utdjúpinu,
en naumast mun nokkur reyna að fá sam])ykt um ]>að.
— Eg get ])ví ekki betur séð, en að ])etta beituhann
sé 1) rangt, af ]>ví að eg álít rangt að banna nokkra
beitutegund, ])ó allir geti ekki útvegað sér hana, ])ví ])að
er að banna mönnum viðleitni, og ekki sízt, ef beitan
er góð; menn verða sjálfir að ráða ]>ví, hve miklu ])eir
kosta til beitunnar, 2) skaðlegt, þar sem það bannar
eina beztu beituna á bezta fiskisvæðinu á aðalveiðitím-
anum (síðari hluta vetrar) og B) árangurslaust, af ])vi
]>að gefur enga von um að fiskigöngur í Djúpinu hreyt-
ist neitt verulega vegna þess. Eg tel þaö víst, að for-
vígismönnum samþyktarinnar hafi gengið gott eitt til
með henni, en- hún er nú orðin að kappsmáli, en það
má ekki gera menn þröngsýna. Menn mega ekki ein-
blína of mjög á þann stutta tíma, sem minni þeirra og
reynsla nær yfir og hvorki draga of víðtækar ályktanir af
reynslu sinni, né gleyma því að menn ráða litlu um
ferðir fiskanna á móts við hin miklu náttúruöfl hafsins.
En af því að eg hefi oft áður gert þetta atriði að um-
talsefni, skal eg ekki fara fleiri orðum um það hér.
Eg býst við því, að eftir nokkur ár hælti kúfisksþrefið
af sjálfu sér, þegar hann er orðinn miklu fágætari, en