Andvari - 01.01.1903, Page 131
125
síldin miklu ódýrari, en nú, jiví þá verSur hún aSal-
beitan.
Samþyktin í Steingrímsfirði er ekki frjálslegri, ]iví
hún bannar allan skelfisk, silungsbeitu um nokkurn
tíma ársins og fleiri beitutegundir, en bannar ekki að
beita síld, af þvi að hún var ekki þekt þar sem beita,
þegar samþyktin var gerð. Einkum er bún stýluð á
móti kræklingi, sem þótti þar mest tálbeita, er stöðvaði
allar göngur, eyddi of mjög smáfiski, o. s. frv.; eru
mest með henni menn við innanverðan fjörðinn og á
Selströnd, af ])ví þeir gátu sízt aílað kræklingsins. Það
lítur út fyrir að þeir vilji, að enginn fái neitt, ef allir
geta ekki fengið nokkurnveginn jafnt. Svona lagaðar
samþyktir eru ekki fiskiveiðum vorum til bóta, en sýna
að menn kunna ekki að fara ineð samþyktavald sitt.
Saltfisksverkun er yfirleitt góð á Vestfjörðum og
að jafnaði eílaust bezt hér á landi, enda hefur vestfirzk-
ur saltfiskur lengi haft álil á sér á útlendum markaði.
Bíldudalsfiskurinn hefur lengi verið talinn beztur, en nú
verkar Grams verzlun á Þingeyri eflaust beztan fisk og
er verkunarstöðin þar fyrirmynd. Stórkostleg verkun
er og á Bíldudal, hjá Tang og Ásgeirsson á Isafirði og
á Patreksfirði. Á Snæfjallaströnd er oft erfitt að þurka
fisk vegna hitans, sem verður þar oft mikill (20—30" C)
i logni á sumrin undir fjallsblíðinni. Fiskurinn vill
„soðna“ mjög, ef ekki er snörp gola, jafnvel blautur
fiskur í stökkum, ef ekki eru góðar umbúðir um þá.
I Steingrímsfirði er nýlega farið að verka saltfisk. I
Hólmavík var prýðisvel verkaður fiskur hjá Riis verzl-
un. — Verkunarlaun eru 0 kr. á skpd. Aýting á afla
er betri á Vestfjörðum en víða annarsstaðar. Lifur er
alstaðar birt og þorskhausar hertir og seldir mjög mik-
ið víða um sveilir. Steinbítur er hertur rnjög, þar sem
bann fæsl og riklingur áður mikill, en nú er lítið um