Andvari - 01.01.1903, Side 134
128
bændaeign; af þeim áttu 1B heima á Bíldudal og í lsa-
fjarðarsýslu 1840, hin i Flatey og í Snæfellsnessýsln,
17 af þeim voru smíðuð hér á landi. 4uk þess höfðu
týnst eða liðið undir lok 22 ski]> 1832—1846. Veiddn
skip ]>essi ýmist hákarl eða þorsk, eða hvorttveggja.
Síðan hefur útvegurinn lialdist við á Vestfjörðum og
aukist mikið á síðari árum fyrir dugnað einstakra manna.
(Thorsteinsons á Bíldudal og Asgeirsson’s á Isafirði) og
(á síðustu árum) verzlunarfélaganna: Grams verzlun á
Þingeyri og íslenzkt verzlunar- og fiskifélag á Geirseyri.
í vor gengu alls frá Vestfjörðum 80 skip, þar af frá
ísafirði 30 (Ásgeirsson 13), úr Onundarfirðí 3, úr Dýra-
firði 13 (Gramsverzlun 11), úr Arnarfirði 19 (Thor-
steinsson 17); úr Patreksf. 13 (verzlunar- og fiskifél.
12). Að tölunni til eru Vestfjarðarskipin fleiri en Faxa-
flóaskipin, en þau eru að jafnaði minni og ineð færri
mönnum á. Árni Jónsson (meðeigaudi Asgeirssons
skipanna) segir að ísafjarðarskipin afli að jafnaði smærri
fisk en bátar við Djúpið, telur 100—150 skpd góðan
aíla á skip með 9 mönnum á og telur lítinn áhata að
útgerð þeirra Asgeirsson’s. Thorsteinson lét 4 af skip-
um sínum ganga úr Hafnarfirði síðasta vetur.
Til þilskipaveiðanna má telja Kolaveidar Ðana á
Vestfjörðum1. Þeir hafa stundað þær síðan 1891 og
er aðalstöð þeirra á Flateyri. Danir hyrjuðu á þessuin
veiðum 1891 og hafa stundað þær síðan einkum á Vest-
fjörðum og meðfram á Austfjörðum. Hafa þeir heldur
fært út kvíarnur, þótt við ýmsa erfiðleika hafi verið að
stríða, því fyrst byrjuðu þeir með 5 kútturum, en í
fyrra höfðu þeir 3 gufuskip (2 af þeim til milliferða),
8 kúttara og 6 opna háta. Veiðarnar fara fram í land-
lielgi, oftast inni á fjörðum, eins og áður er minst á;
1) Eg hefi ritað ýtarlega um þær i Andv. 189G, hls. 141.