Andvari - 01.01.1903, Page 135
129
fiska kúttararnir me<5 kolanót (Snurrevaad), en bátarnir
með lagnetum. Á bátunum eru Islendingar. Önfirðing-
ar afla og töluvert af kola í lagnet og selja Danir aíl-
ann fyrir þá. Kolinn er mest sendur út í ís, á enskan
markað og geymdur á milli ferða í sjó (Hyttefade), eða
saltaður á Belgíumarkað Óskandi væri að fjarðabúar
hér vildu nota sér betur kolann og milliferðir dönsku
flutningsskipanna. Kolaveiðin í lagnet kostar fremur
lítið og hana geta unglingar og gamalmenni stundað.
Töluverðan ýmugust hafa menn haft á nótveiðinni, vegna
]>ess að nótin rótar nokkuð til í botninum, en ekki er
auðið að sjá, að hún liafi haft nein áhrif á fiskiveiðar
á Vestfjörðum, enda er hún oft stunduð innarlega á
fjörðunum, innar en þar sem fiskur gengur að jafnaði.
h. Hákarlaveiðar
voru áður fyrrum alment stundaðar á Vesturlandi á
opnum skipum; ýmist var hákarlinn veiddur á lagvaði
inni á fjörðum (á Patreksf. hrúkuðu menn og hákarla-
lóðir með 2 önglum, ásinn úr vöfðum kaðli, öngultaum-
ar úr keðju og 2 kúlur við hvorn) og er enda enn á
Arnarfirði, hæði á lagvaði, færi og lóð, eða menn fóru
í legur út á haf á áttæringum eða sexæringum. Helztu
hákarlaveiðistöðurnar voru Gjögur við Reykjarfjörð og
Skreflur við Kaldbaksvík og svo í útverum víða með
Vestfjörðum. Leguveiðin var stunduð alt vorið, en veið-
in á fjörðum á vetrum. Nú er þessum veiðuin víðast
hætt og það nýlega. I Dýrafirði var síðast farið í legu
1898, en á Gjögri er þeim enn haldið áfram. Á 18.
öld voru þær, eftir því sem Olavius segii-, stundaðar með
töluverðri atorku i Isafjarðar- og Strandasýslum. Þá
voru hákarlalóðir hrúkaðar nökkuð. Þegar menn snemma
á 19. öld tóku að hafa þilskip til jiorslc- og hákarla-
veiða, fór að draga úr hákarlavciðum á opin skij>. Þess
9