Andvari - 01.01.1903, Page 139
133
gánga í fjörðinn i júlílok, en smásíld er ])ar víst oft
árið um kring, hefur fengist í hákarli á veturna. I
fyrra kom ])ar mikið hafsíldarhlaup inn á Hólmavík og
Skeljavík. Síldin er að eins veidd í lagnet. Ut meS
ströndunum eru menn og farnir að veiða síld til beitu.
I Hrútafjörð koma stundum mikil síldarhlaup, eins og
t. d. í haust, en litið sem ekkert veitt.
Það lítur út fyrir að nóg sé oft af síld á Vestfjörð-
um og ])á er heldur ekki lítið um hana þar úti fyrir,
eftir ]>vi sem vart verður við hana á þilskipunum, alt
frá Snæfellsnesi og inn á Húnaflóa. En hve mikið veitt
af henni? Sárh'tið í fjörðunum og nærri ekkert úti fyrir.
Liggur hér eins og annarsstaðar kringum landið i henni
mikil gullnáma ónotuð. Menn eru þó að vakna til um-
hugsunar. P. Thorsteinsson ætlaði í sumar að gera
tilraun með reknet á einu af fiskiskipum sínum og
hafði til þess féngið norskan mann. Litlu fiskiskúturn-
ar á Isafirði væru vel til þess fallnar, að stunda með
reknetaveiðar i Djúpinu og úti fyrir því.
Reknetabáturinn i Reykjavík hélt áfram veiðum í
sumar með betri árangri en áður. Þrátt fyrir ýms ó-
hðpp, sem stöfuðu af ófullkomnum útbúnaði. Aílaði
hann alls 240 tnr. frá 20. apr. til 20. ágúst, mest í
kringum Snæfellsnesjökul, eins og áður. Falck frá
Stavanger hélt áfram reknetaveiðum sínum með betri
árangri, en í fyrra, sbr. Isafold 1901, 79 thl. Svo reyndu
bræðurnir Sveinn og Jón á Raufarhöfn, synir Einars
frá Hraunum, reknetaveiði á litlu þilskipi í september í
haust og öfluðu um 250 tnr., sem voru saltaðar og
sendai- út. Það var góð byrjun. Er nú vonandi að
fleiri fari að reyna.
d. Hvalaveiðar.
Eg verð stuttlega að minnast á þær, sérstaklega hinar