Andvari - 01.01.1903, Síða 141
135
50-100 fðm. löng, 12-16 möskvadjúp; möskvavídd 7-S",
feld til þriðjungs eða hálfs. Jakob heitinn í Ögri reyndi
fyrstur þessi net.
1880 byrjuðu Norðmenn hvalaveiðar og settust fyrst
að á Langeyri i Álftafirði (Svend Foyn, síðar Amlie).
Smáfjölgaði veiðistöðvunum, svo þær voru orðnar 8 ár-
ið 1899: 1 á Suðureyri i Tálknafirði (Otland, 2 skip).
2. á Framnesi i Dýrafirði (Berg, 4 skip); 3. á Önund-
arfirði (Ellefsen, 5 skip); 4. á Langeyri i Alftafirði
(Diethricks, 3 skiji); 5. á Dvergasteinseyri í Álftaf. (Her-
lufsen, 2 skip); 6. á Uppsalaeyri í Seyðisfirði (Ásgeirs-
son o.ll., 2 skip); 7. á Hesteyri (M. Bull, 3 skip); 8. í
Veiðileysufirði (J. Bull, 3 skip). Síðan hefur Ellefsen
bætt við 2 skipum og sett upp stöð á Asknesi í Mjóa-
firði eystra og M. Bull flutt frá Hesteyri austur á Norð-
fjörð. Skipin eru ílest 28—38 smál. að stærð nettó;
bin nýjustu 80—90" löng og kosta 70—80 þús. kr.
Megnið af hvölunum er veitt út af Vestfjörðum og svo
norður fyrir, austur að Langanesi, oft langt úti í hafi,
úti við isinn, í sumar t. d. 1—15 mílur út af Siglu-
firði, 30—40 mílur út af Horni og 12 rnílur út af Barða.
Lítið eitt hefur veiðst við Vestmanneyjar og á síðustu
árum úti fyrir Austfjörðum. Aðalhvalurinn er Blaa-
Iival, svo er næst Finhval og Knölhval, Sejhval b'tið eitt
og Nordkaper mjög sjaldgæfur; Kaskelot (búrhveli) hef-
ur að eins veiðst einu sinni (Berg). Ekki er (eftir
skýrslum, sem þeir Ellefseu og Berg hafa gefið mér)
auðið að sjá neina afturför í veiðinni á þeim 11—12
árum, sem þeir Imfa stuudað haua hér.
Nöfn Arníirðinga á stórhvelunum voru þessi, að
sögn Alftamýrarfeðga; Hafreyður = Blaahval; langreyð-
ur = Finhval; geirreyður = Sejhval?; hornfiskur =
Knulhval; hafurkekki = Nordkaper.
Þegar Norðmenn hyrjuðu veiðar sínar, skutu þeir