Andvari - 01.01.1903, Page 142
136
oft livali í ísafjarðardjúpi og stóð af ])ví hætta fyrir
opna fiskibáta. Bæði ]iað og svo aílaleysi i Djúpinu 2
fyrstu árin eftir að veiðarnar byrjuðu, vakti mikla gremju
og ótta meðal Vestfirðinga. Margir mistu kjarkinn og
ætluðu að hætta fiskiveiðum. Tilraun var gerð til að
fá hvalaveiðarnar bannaðar ineð lögum. — En svokom
fiskiaflinn aftur og hefur aldrei brugðist síðan og síld
oft verið mikil, þrátt fyrir hvalaveiðarnar, og meira að
segja, síld hefur gengið meira á Arnarfjörð síðan og
fiskur hefur lagst að í þeim fjörðum, sem hvalveiði-
stöðvar eru við, eins og áður er minst á. Af þessum
ástæðum hefur ýmugustur Vestfirðinga á hvalaveiðun-
um alveg horfið. Vestfirðingar mundu nú víst alls ekki
vilja missa hvalveiðendur, enda veila iþeir allmikla at-
vinnu og hera drjúgum gjöld sveitarfélaga þeirra, sem
])eir eru í og sumir þeirra hafa áunnið sér mikla al-
menningshylli, vegna hjálpsemi og framkvœmda til al-
menningsheilla og má þar fremstan telja H. Ellefsen í
önundarfirði og svo L. Berg í Dýrafirði.
Trémaðk var eg hvergi var við vestra, né hafði
spurn af honum í bátum eða þilskipum, nema eitthvað
í einu skipi á Isafirði, sem var keypt að fyrir nokkrum
árum. Viðœtuna varð eg þar á móti var við í bryggj-
um og mest í bryggjunum á Bíldudal. Gamla bryggj-
an, 10 ára gömul, var etin frá botni og alt að 3 fet
yfir lægsta fjöruborð. Digur tré voru nærri i sundur.
í nýju bryggjunni (6 ára) voru fremstu stólparnir farn-
ir að etast lítið eitt við lægsta fjöruborð. I báðum voru
dýrin lifandi. — Bryggjan á Þingeyri (25 ára) er etin
mikið allra neðst, eflaust éftir sama dýr, en eg gatekki
komist að því að rannsaka það1. Bryggja Asgeirssons
1) Nýlega hafa mór verið sondir borðahútar úr honni,- allir
sunduretnir eftir viðætuna.