Andvari - 01.01.1903, Page 146
140
mikið eru mýrar eða skógivaxið. Hér er skýrsla, sem
sýnir tölu jarðanna, stærð liins ræktaða lands, og hve
margt eru sjálfseignarbændur og leiguliðar.
Sjálfseignar- bœndur Leiguliðar
Tala býla Tala býla
Ræktað land frá 0—2 Hektar* 1489 68
_ 2-20 2171 60
_ -20-100 13 2
—stærraenlOO — — 1
Hér að auki eru 2275 býli, scm eigi bafa ræktað land.
Samgöngur bafa áður verið mjög erfiðar í Norður-
botnum. Nú befir mikið verið bætt úr þeim, þar sem
lögð er járnbraut, sem nær næstum að landamærum
Finnlands, og önnur járnbraut á að verða fullgjör nú
um áramótin; hún liggur um þvera Norðurbotna, frá
Boden og yfir til Noregs. Skipaferðir eru opt teptar á
vetrum fyrir ísa. Vegir eru eigi allstaðar góðir, sem
von er til í svo strjálbyggðu landi. Þó eru þar viða
akvegir.
Jarðvegur. Það er auðsætt, að jarðvegurinn er
næsta misjafn í jafnstóru landi sem Norðurbotnum.
Hér yrði það oflangt mál, ef honum skyldi nákvæmlega
lýst. Mýrarnar í Norðurbotnum hafa verið rannsakaðar
að tilhlutun hins „Svenska Mosskultur-föreningens“ af
Förestandare Rob. Talf. Hann befir skrifað nákvæm-
lega um þetta í tímariti hins „Svenska Mosskultur-
förcningens“ fyrir árin 1895—1901. Eptir honum er
að mestu tekið það, sem sagt verður um jarðveginn í
Norðurbotnum, og má vísa þeim til ritgjörðar lians,
sem æskja kynnu nákvæmari upplýsinga.
*) 1 Jtektuv ev vúnmv 3 vallavdagsláttuv,