Andvari - 01.01.1903, Page 147
141
Af bergtegundum, sem varða jarÖvegsmyndunina,
er mest af granít og gneis; á minni svæðum er græn-
steinn (Grönsten) og gljásteinshellur (Glimmerskifer).
Það er taliö að nálega sjöttungur landsins sé mýrar;
þær eru flestar til orðnar af leifum ýmissa jurta, er
vaxið hafa í mikilli bleytu og rotnað. Vatn hefir stiið-
ugt annaðtveggja seitlað yfir og borið með sér leir og
sand úr fjöllunum, eða jurtir þær, sem myndað bafa
mýrarnar, liafa vaxið í grunnum stöðuvötnum. Leir
og sandur hefir einnig skolast fram í þessi vötn og
sezt þar á botninn og blandast. saman við jurtaleifarnar.
Þær jurtir, sem bafa tekið þátt í mýramynduninni, eru
mest ýmsar starartegundir og mosar. Að vísu eru eigi
allar mýrar í norðanverðri Svíþjóð til orðnar á þennan
hátt. Þar finnast margar aðrar myndanir, en þessi
myndan er á flestum stöðum. Jarðvegurinn í mýrum
þessum er víðast frjór og góður lil ræktunar, ])egar
rétt er að íarið.
Jurtagróður í norðanverðri Sví]ijóð er nokkuð
mismunandi. Niður við Norðurbotna og í dölum með-
fram ánum er hann allþroskamikill, en verður smávaxn-
ari og þroskaminni þegar dregur fil fjalla. Af trjáteg-
undum vex einkum birki, greni, fura og reyniviður.
Þar eru víða greni- og furuskógar.
Af korntegundum getur bygg orðið fulljiroskað í
ílestum árum. Rúgur og bafrar eru lika ræktaðir, en
verða opt eigi fullþroskaðir, og eru þá slegnir, þurkaðir
og notaðir sem hey.
Af fóðurjurtum eru þessar helztar í Norðurbotn-
um:
1. Hvítsmári (Trifolium repens L.)* vex um alla
*) Núkvæmuri upplýsinguv uni jurtagróðuvinn er lnegt að
iinna í „Svenska Mosskultur Föreningens Tidskrií’t11 No. 2 og
3 1895 og „Förteckning lill kemisk Viiatbiologiska anstaltens i