Andvari - 01.01.1903, Page 155
149
Aðcilstöðin liggur við Luleá. Þar er tilraunasvæði
utan við börgina og efnafræðisverkstoi'a og lítið tilrauna-
svæði inn í borginni. Við tilraunastöðina starfa 4 menn
allt árið. Einn befir aðallega efnarannsóknir á hendi,
annar umsjón með aukastöðvunum, þriðji að rannsaka
frjóefni í fræi o. s. frv- Formaðurinn Iiefir svo aðal-
umsjónina. — Tilraunastöðin á sérstakt bús, þar sem
gjörðar eru alskonar efnarannsóknir. Eptir skýrslu frá
tilraunastöðvinni var 1900 búið að gjöra þessar efn-
rannsóknir:
Jarðvegsrannsóknir 230 að tölu; efni sem hægt er
að bæta jarðveg með 87; áburður 144; fóðurefni 171;
mjólk og afurðir hennar 7802; næringarefni 87; eitur
(arsenik) 138; steinar 311 og vatn 326 að tölu. Áf
þessu sést, að mest áherzla hefir verið lögð á að rann-
saka mjólk og afurðir hennar. Flestar af þessum rann-
sóknum hafa verið til þess að rannsaka lituefni í mjólk
sem þykir hafa afarmikla þýðingu þar sem sá eiginleiki
nautpenings er arfgengnr að gefa annaðtveggja feita
eða magra mjólk.
Tilraunir þær, sem gjörðar eru í tilraunastöðinni
eru þessar helztar:
1. Tilraunar með ýmsar tegundir og afbrigði, svo sem
jarðepli og rófur.
2. Tilraunir með grasfræsáning, bæði í akra, mýrar og
nýræktað land.
3. Tilraunir með að safna fræi af innlendum og út-
lendum fóðurjurtum og sá því aptur.
4. Áburðartilraunir; þar eru mest reynd tilbúin áburð-
arefni. Tilraunirnar eiga að sýna, hver efni eink-
um vantar í jarðveginn; þær eru bæði gjörðar á ak-
urlendi, túnum og óræktuði landi.
Aukastöðvarnar er dreifðar víðsvegar um Norður-
botna, þær standa allar í sambandi við aðalstöðina að