Andvari - 01.01.1903, Page 157
151
að túni, ])A var ])að gjört á ])ann hátt, að hann var
látinn liggja óhreyfönr, unz hann var vallgróinn. Til
])ess þurfti opt mörg ár; fyrstu árin óx opt eigi annað
en illgresi. Þessi aðferð er höfð á stöku stað enn.
Jnrtagróðurinn er minnstur fyrsta árið, og vaxa ])á
oj)tast ])essar jurtir: umfeðmingsgras (Yicia cacca),
rauðsmári (Trifolium pratense), hvítsmári (Trifolium
repens), hásveifgras (Poa trivialis) og túnvingull
(Festuca ruhra).
Auk ])essa er mikið af ýmsum jurtum, sem öllu
fremur má telja illgresi, svo sem: Chrysanthemum
Laucanthemum, vallhumal (Achillea Millifolium), bald-
ursbrá (Matricaria modora), Cre])is tectorum, skarifífil
(Leontodon autumnalis), laugamöðru (Galimn uliginosum)
o. m. fl. Smámsaman hverfur illgresið, en betri gras-
tegundir koina í staðinn.
Tilraunirnar með grasfræsáningu hafa sýnt, að sú
aðferð getur heppnast og orðið miklu ódýrari og gefið
meiri u])pskeru en gamla aðferðin. Tilraunirnar með
útlent grasfræ báru þó eigi sen) beztan árangur, en
síðan farið var að safna fræi ai' innlendum grastegund-
um, hefir það gefizt ágætlega. — Af hinum innlendu
jurtum, sem fræi hefir verið safnað af og áður voru
lítt þekktar sem fóðurjurtir, má nefna umfeðmingsgras.
Tilrannir hafa sýnt, að það er einhver hin hezta fóðnr-
jurt; hæði vex það vel og er næringarríkara en hinar
beztu grastegundir. Einnig hefir það þann kost, þar
sem því er sáð og nær þroska, að eigi er hætt við að
það deyi út a])tur, því að það vex upp af neðanjarðar
rótarskotum, sem greinast um jarðveginn. Umfeðmings-
grasið hreiðist þannig út yfir stór svæði.
Þær grastegundir, sem sáð er í plægðan mýra-
jarðveg, scm á að gjöra að túni, eru einkum þessar;