Andvari - 01.01.1903, Side 160
154
lánast hér á landi, en ]iah er miklu fyrirhafnarminna
og ódýrara, en sú aðferð, sem víðast er höfð hér, að
nota að eins spaða.
Grasrœkt hefir stórmikið anki/.t á hinum síðari
árum, enda Iiafa tilraunir sýnt, að hún er arðsömust
allra jarðyrkjustarfa í Norðurbotnum. Aöferðir við
grasrœkt haía, eins og áður er sagt, tekið miklum
hreytingum til batnaðar, svo að nú þarf minni tima og
fé en áður til ]>ess að rœkla óyrkt land og gjöra það
að túni.
Þess er áður gelur, hver aðferð höfð hefir verið
til þess að gjöra akra grasgi-óna. Þegar túnin voru
orðin svo gömul, að þau fóru að spretta illa, eða ef
menn vildu gjöra óræktaða jörð að túni, þá varfyrrum
farið þannig að: Grassvörðurinn var plægður; síðan var
herfað og sléttað yfir. Flagið var svo látið liggja
])angað til svæðið var orðið grasgróið. En ]iað varð
eigi fyrr enn eptir 2—4 ár, að þéttur grassvörður var
kominn, og lengri tima þurfti til að gjöra akra
grasi vaxna.
Þegar gjiira skal akra eða óræktað land að túni,
þá er farið þannig að: Jörðin er plægð og herfuð og
síðan sáð grasfræi. Þessi aðferð er miklu ódýrari cn
hinar fyrri, og hefir þar að auki þann kost, að nú
geta menn að miklu leyti ráðið, hverjar grastegundir
vaxa á hinu ræklaða landi.
Til skýringar skal þess getið, að heyalli í Noröur-
botnum liefir aukizt um rúman helming á næstl. 30
árum. — Veldur mestu um þetta, að mikið land hefir
verið ræktað og gjört að túni; auk ])ess hafa stór svæði
verið gjörð að ílæðiengi og stór vötn liafa veriö skorin
fram þar sem nú er grasivaxið.
Garðyrkja hefir tekið afarmiklum framförum. —
Fyrir 30 árum var varla nokkur garðrækt; nú eru þar
i