Andvari - 01.01.1903, Page 161
155
allvíða komnir fallegir garðar, sem sýna ljóslega, að
garðyrkja getur orðið að miklum notum i Norðurbotn-
um, ef rétt er á haldið.
Sem dæmi þessu til sönnunar ætla eg að nefna
garðinn á höfðingjasetrinu Sandtræsk, sem liggur fyrir
norðan heimskautsbauginn. I garðinum þroskaðist:
jarðarber, hvítkál, asparges, rabarber, hreðkur, pastinak,
spinat, salat, dill, laukur og ertur. Af runnum uxu
þar: rauðberjarunnar, lnndber, sólber, spirea', ýmsar
rósir o. fl. Þar voru gróðursetlar ýmsar trjátegundir,
svo sem: reynir, ösp, heggur, björk, grön, fura o. 11.
I tilraunastöðinni við Luleá eru gjörðar tilraunir
með ýmsar garðjurtir.
Sá maður, sem mest hefir unnið að ]>ví að efla
þekking á garðyrkju, er ritsímastjóri (Telegraf direktör)
hr. L. A. Ringius í Piteá. Eg sótti hann heim og fékk
af honum marga fræðslu um garðyrkju. Hann hefir
gróðursett fagran garð umliverfis hús sitt, skreyttan
ýmsum trjám, runnum, matjurtum og blómtegundum.
I þessum garði vaxa epli, kirsiber, og ýmsar aðrar teg-
undir, sem fáir mundu ætla að þrifizt gætu svo norð-
arlega.
Af trjátegundum, sem bafa verið plantaðar og hr.
Ringius hugði að þyldu bezt kalda veðráttu, má nefna:
bjöi’k, reyni, hegg, elri, víði og ösp; af barrtrjám: furu,
Pinus cembra, síberska grön, Albies sibirica eða pichtu.
Ætlaði hann, að þessar tegundir þyldu eins vel kulda,
eða betur, og hinar innlendu tegundir af furu og greni.
Þessar runnategundir þrífast bezt: síberskt ertutré,
Amelancbier, Lomcera, Cratægus (tegundir) Comus
sibirica, rósir (sérstaklega Poppius rugosu) o. fl.
Af berjarunnum: rauðberjárunnar, sólber, hindber,
stikilber og jarðber. Af garðjurtum má enn nefna
ýmsar tegundir af blómkáli, hvítkáli, grænkáli o, íl,