Andvari - 01.01.1903, Qupperneq 162
166
rauðhetur postinak, lauk, spinat, salat, hreðkur, ertur,
piparrót, rabarber o. fl.
Af blómum og skrautjurtum mætti nefna margar
tegundir, en eg sleppi ]»ví hér.
I Norðurbotnum er sérstakt garðyrkjufélag, sem
stofnað var 1875. Það fær styrk frá búnaðarfélaginu.
Auk ])ess hefir búnaðarfélagið eílt framfarir í garðyrkju
með ])ví að styðja að garðrækt við barnaskólana.
Skógrœkt. Nærri ])ví þriðjungur Norðurbotna
er skógivaxið land. Menn hafa ])ví miklar tekjur
af skógunum og atvinnu við viðarhögg á vetrum.
Ríkið á mest af skógunum. Mikið hefir verið gjört
til ])ess að bæta meðferð þeirra, og á sumum stöðum
])efir verið gróðursettur skógur, ])ar sem ])ess var þörf.
Aðaltrjátegundir eru: fura og greni. Birki og reynir
vex upp til fjalla, en verður oj>t kræklótt og smávaxið.
Sakir ])ess að komið hefir verið meiri reglu á
skógarhögg, með ]>ví að höggva ákveðin svæði á hverju
ári, sem svo er sáð í tréfræi, eða plantað aptur, hafa
tekjur ríkisins vaxið stórkostlega. Um 1850 fékk
stjórnin að meðaltali 19268 kr. í tekjur af skógunum í
Norðurbotnum, en hin síðustu ár hafa tekjurnar numið
1681276 kr. eða nærfellt 100 sinnum meira en fyrir
50 árum.
Búfjárrœkt hefir tekið miklum framförum á
síðari árum. Að ]>ví hafa stutt sýningarnar, kynbætur
og betri meðferð búpenings. Búfénaður er þar: naut-
peningur, hestar, sauðfé, geitur, svín, hreindýr og ali-
fuglar.
]\autpeningur var mjög misjafn að útliti um miðja
síðastliðna iild, sen) stafaði af misjafnri hirðing og því,
að hinar fáu tilraunir, sém gjörðar höfðu verið til þess að
bæta kúakynið, vo)'u eigi gjörðar eptir neinum ákveðn-
um reglum. Síðan búnaðarfélagið tók til starfa, hefir