Andvari - 01.01.1903, Page 163
157
])að ú ýmsan hátt reynt aö bæta nautpeningsræktina,
en getizt misjafnlega. Á síðari árum hafa menn
verið styrktir að halda naut af innlendu kyni og veitt
verðlaun á sýningum fyrir fallega nautgripi.
Innlenda kúakynið í Norðurbotnnm er hið sama
sem annarstaðar í norðanverðri Svíþjóð, eða hinar svo
nefndu Jarntalandskýr. Þær eru flestar hvítar á lit,
með svörtum eða gráum blettum á eyrunum. Kýrnar
eru að meðalþyngd 6- 700 pd., einstaka naut 10—1400
pd. Það er talið að kýrnar mjólki að meðaltali um
2000 potta á ári. Fitan í mjólkinni er 3,27—3,40°/«.
Fóður nautpenings er optast að eins hey; þó eru
stöku menn farnir að nota rófur og „kraptfóður11, sem
kallað er.
Tala nautpenings var 1850 27598.
— 1900 44448.
Af þessu sést, að nautpeningur hefir fjölgað nær þvi
um helming, og þar að auki bafa afurðirnar aukizt að
stórum mun.
Hestarnir likjast norskum hestum, „Guðbrands-
dalshestunum“, en eru lítið eitt stærri. Þeir eru mun
stærri en íslenzkir hestar.
í Norðurbotnum voru 1850 6802 heslar
---- — 1900 11894 —
Það hefir verið leitast við að bæta kyn hesta með
því að styrkja menn til þess að halda góða graðliesta;
einnig með því að verðlauna hesta á sýningum. Bæði bún-
aðarfélagið og ríkið veitir styrk lil þessa. Á timabilinu
frá 1874—1900 nam þessi styrkur 48000 kr.
Sauðfé er tiltölulega fátt í Norðurbotnum og hefir
fækkað á siðara hluta ]>essarar aldar.
Árið 1850 var tala sauðfjár 34759, en
— 1900 — —---------------- 15520.
lnnlenda sauðíéð er fremur rýrt, og því hefir verið