Andvari - 01.01.1903, Page 164
158
reynt að fá útlent sauðfjárkyn. Hefir verið ílutt að
fé, bæði af hinu svonefnda Southdown-kyni og Cheviot-
kyni. Hið fyrnefnda hefir eigi ])rifizt, og ]>ví eigi náð
útbreiðslu. Aptur getur Clieviot þrifizt ]>ar vel, og af
því kyni er orðið allmargt, en ]>ó að miklu leyti bland-
að innlendu fjárkyni. Cheviot er stærra og þrifnara en
innlenda sauðfjárkynið. Búnaðarfélagið hefir styrkt
menn til þess að kaupa Cheviot-fé.
Geitur eru nú 1537 að tölu í Norðurbotnum.
Helzt eru ]>að fátækir bændur, sem eiga ]>ær. Ekkert
hefir lu'ð opinbera gert til þess að bæta kyn þeirra.
Svín. Árið 1850 er talið að 750 svín hafi verið í
Norðurbotnum, en 1900 voru þau 3537. Þó hefir
næstum ekkert verið gjört til ]>ess af hálfu hins opin-
hera að auka áhuga manna á svínarækt. Fjölgun
svína bendir á, að mönnum þyki borga sig aðhalaþau.
Hreindýr er aðalbústofn Lappa, sem búa inn til
fjalla í Norðurbotnum, þar sem haglendi er gott; flestir
þeirra hafa ekki fasta bústaði, heldur flakka um með
hreindýrahjarðir sínar og búa í tjöldum. Nokkrir
Lappar hafa hreindýr svo þúsundum skiptir. Tala
hreindýra var árið 1850 84915, en árið 1900 185660.
Engar tilraunir hafa verið gjörðar til þess að bæta kyn
hreindýra.
Alifuglar. Af þeim eru hæns arðsömust. Þau
eru næstum á hverjum hæ. Búnaðarfélagið hefir stutt
að ]>ví að útvega góð hænsakyn.
Af franmnrituðu máli ætti það að vera ljóst, hve
afarmargar og miklar tilraunir hafa verið gjörðar til
eflingar búnaðinum í Norðurbotnum. Hið opinhera og
einstakir menn leggja fram stórfé, til þess að hrinda at-
vinnuvegum landsmanna í viðunanlegt liorf. Megum
vér íslendingar á það líta, tive einstakir menn í Norð-