Andvari - 01.01.1903, Side 165
169
urbotnum leggja mikið fé til ýmissa nytsamra stofnana.
Þess hefir verið getið, að Gr. Frænkel gefur árlega
1500 kr. til áburðartilrauna og einstakir menu gefa
skólanum við Boden 4000 kr. — Hvað liafa ílestir þeir
menn gjört til pess að efla heill almennings, sem safnað
liafa auði hér á landi? Eða livað hefir verið gjört á
Islandi lil þess að efla búnaðinn móts við ]mð, sem gjört
er í Norðurbotnum ? Búnaðurinn er eigi neinn gaman-
leikur. Þarf bæði dugnað og þekkingu til ]>ess að
stunda hann svo að vel fari. Ilér á landi er ])ó optast
talið, að lítiil vandi sé að búa, það geti allir gjört.
Reynsla annara þjóða sannar, að ])að er röng skoðun.
Þær þjóðir, sem bezt eru menntaður, eru einnig konmar
lengst í búnaði; það þarf eigi annað en benda á Dani.
Þeir viðurkenna, að búnaðarframfarir sínar sé inesl að
þakka betri og fullkomnari menntun bænda nú eu
áður var.
I Norðurbotnum hefir hið opinbera stutt búnaðar-
framfarirnar í mörg ár, og belir hér verið sýnt, að
])að hefir borið heillaríka ávexti. Þó hefir eigi vei-ið
rúm til þess að skýra nákvæmlega frá öllum tilraunum,
sem gjörðar liafa verið bunaðinum iil umbóta, en að eins
lauslega bent á hið helzta, ef vej-a mætti að það yrði
lil þess að vekja menn til íhugunar um það, að hér á
landi sé ýmislegt, sem bráð nauðsyn krefur að reynt
sé að umbæta. Tel eg þar til sérstaklega gi-asrækt, sem
óefað er undirstaða allra búnaðarframfara á íslandi.
Gætum vér farið þar að dænii manna í Norðurbotnum.
Eg læt nægja að benda að eins á þetta eitt, en margt
íleira gætum vér tekið oss til eptirbreytni. Ef þessar
línur verða til ])ess að vekja álmga og hvetja menn til
meiri framtakssemi í búnaði, ])á er vilja mínum náð.