Fréttablaðið - 17.09.2009, Page 6
6 17. september 2009 FIMMTUDAGUR
Er það að vera atvinnulaus eitt
af því versta sem fólk lendir í?
JÁ 64,5%
NEI 35,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Er eðlilegt að opið sé fyrir það í
lögum að seðlabankastjóri geti
haft hærri laun en forsætisráð-
herra?
Segðu þína skoðun á visir.is
Taktu þér tíma með fjölskyldunni einu sinni í mánuði
og farið saman yfir reikningana. Var símareikningur-
inn til dæmis að hækka eða lækka? Hægt er að gera
fjármálin að skemmtilegri fjölskyldustund. Þannig
lærir barnið á skemmtilegan hátt að það sem það
telur sjálfsagt kostar í raun pening.
Kynntu þér dag fjármálalæsis nánar á fé.is
Stofnun um fjármálalæsi er sjálfstæð stofnun við Háskólann í
Reykjavík og beitir sér fyrir bættu fjármálalæsi íslensku þjóðarinnar.
Byr sparisjóður er aðalstyrktaraðili stofnunarinnar.
Okkar markmið er að efla fjárhagslega heilsu allra.
Skoðaðu reikningana
með allri fjölskyldunni
Hollráð:
Dagur
fjármálalæsis
18. september
LÖGREGLUMÁL Lögregla varar við
atvinnuauglýsingum í Morgun-
blaðinu dagana 19. og 29. ágúst og
8. september, undir yfirskriftinni
„Job opportunity“.
Hafi einhver samband við aug-
lýsendurna eftir þeim leiðum
sem upp eru gefnar fær sá hinn
sami sendan tékka til að skipta
í íslenskum bönkum. Hann er
síðan beðinn um að senda megin-
hluta andvirðisins á heimilisfang
í Nígeríu. Sjálfur heldur hinn
áhugasami upphæð eftir fyrir sig
sjálfan. Lögregla minnir á að við-
skiptavinurinn er ábyrgur fyrir
andvirði tékka sem íslenskur
banki innleysir. - sh
Lögreglan varar við svikum:
Svindlarar aug-
lýstu í dagblaði
LÖGREGLUMÁL Vararæðismaður Pól-
lands bíður nú eftir að fá lista frá
íslensku lögreglunni með nöfn-
um pólsku mannanna sem hafa
verið handteknir á síðustu vikum á
Íslandi. Þeir eru grunaðir um fjöl-
mörg innbrot á og í kringum höfuð-
borgarsvæðið.
Ræðismaðurinn, Michal Gier-
watowski, segir þetta gert til að
láta pólsk lögregluyfirvöld og dóm-
stólakerfið vita af meintum gjörð-
um mannanna, en einnig svo fjöl-
skyldur þeirra fái að vita um afdrif
mannanna.
Þannig geti pólska lögreglan látið
þá íslensku vita hvort mennirn-
ir hafi glæpaferil að baki í heima-
landinu, en íslenska lögreglan kanni
þetta eflaust einnig sjálf.
Michal segir að íslensk fangelsi
séu ef til vill ekki vel búin til að
taka við pólskum glæpamönnum.
Samkvæmt lögum skuli mennirnir
þó afplána þar sem glæpurinn var
framinn.
„Að minnsta kosti til að byrja
með, en seinna, eftir einhver ár,
geta íslensk yfirvöld ákveðið að vísa
þeim úr landi. Þá ljúka þeir fangels-
isvistinni í Póllandi,“ segir hann.
Í viðtali við pólsku fréttasíð-
una Wirtualna Polska í gær sagði
Michal einnig að hinir handteknu
hefðu verið nýkomnir til landsins.
- kóþ
Vararæðismaður Pólverja bíður eftir nafnalista innbrotsþjófanna:
Lætur pólsku lögregluna vita
MICHAL GIERWATOWSKI Vararæðismað-
ur Póllands lætur fjölskyldur meintra
innbrotsþjófa vita að þeir séu í haldi hér
á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SAMFÉLAGSMÁL Kröftug viðbrögð landsmanna í kjöl-
far neyðarkalls ABC barnahjálpar hafa orðið til þess
að hægt verður að fjármagna starfsemi barnaheim-
ilis í Keníu næstu mánuði, segir Guðrún Margrét
Pálsdóttir, formaður ABC barnahjálpar.
Alls söfnuðust tæplega fjórar milljónir króna inn á
reikning ABC, og hefur obbi þeirrar upphæðar farið
í að greiða skuldir sem höfðu safnast upp og greiða
rekstur mánaðarins, segir Guðrún.
„Þetta kom okkur verulega á óvart, þetta var ynd-
islegt bænasvar,“ segir Guðrún. Hún segir neyðar-
kallið hafa verið síðasta hálmstráið, og það hafi skil-
að árangri langt umfram væntingar.
Að auki hafa bæst við um 300 þúsund krónur af
mánaðarlegum greiðslum, sem renna munu til skóla-
starfsins. Guðrún segir að þessi viðbót sé þó ekki
nægjanlega mikil til að fastar mánaðarlegar greiðsl-
ur landsmanna til ABC barnahjálpar dugi til að
greiða allan fastan kostnað.
Afgangurinn af milljónunum sem söfnuðust ætti
að duga til að borga mismuninn eitthvað áfram. Guð-
rún segist vonast til þess að þegar þær verði uppurn-
ar hafi tekist að fjölga þeim sem greiði mánaðarlega.
„Þörfin er gríðarleg og hefur ekki minnkað, lík-
lega hefur hún frekar aukist,“ segir Guðrún.
Hægt er að fá upplýsingar um hvernig styrkja má
ABC á vef félagsins, www.abc.is. - bj
Milljónir söfnuðust eftir neyðarkall ABC barnahjálpar vegna barna í Keníu:
Framlögin yndislegt bænasvar
BÖRN Þörfin fyrir starfsemi ABC barnahjálpar í Keníu hefur
aukist undanfarið segir formaður barnahjálparinnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLUMÁL Maðurinn sem tal-
inn er hafa staðið fyrir umfangs-
miklu pýramídasvindli í Svíþjóð er
staddur í Grundarfirði, samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins. Sam-
kvæmt upplýsingum frá alþjóða-
deild lögreglu hefur ekki borist
framsalsbeiðni frá Svíþjóð vegna
mannsins og er hans ekki leitað.
Maðurinn heitir Sveinn Frið-
finnsson og er 45 ára gamall
Grundfirðingur.
Sænsku blöðin Dagens Industri
og Dagens Nyheder sögðu frá því
í gær að Sveinn hafi, í félagi við
aðra, staðið fyrir umfangsmiklu
svindli sem um þúsund Svíar hafi
orðið fyrir barðinu á. Samkvæmt
fréttum blaðanna telur sænska
fjármálaeftirlitið að svindlið nemi
milljörðum íslenskra króna.
Svindlið mun hafa gengið þannig
fyrir sig að fólki var lofað mikilli
ávöxtun fyrir gjaldeyrisviðskipti
við félagið Investa Select Offshore
og fóru viðskiptin meðal annars
fram í gegnum vefsíðunna Zierra.
net. Enginn hinna þúsund Svía
sem tóku þátt hafi fengið krónu til
baka. Málið sé til rannsóknar hjá
sænskum saksóknara.
Smári Sigurðsson hjá alþjóða-
deild lögreglunnar sagðist í gær-
kvöldi ekki hafa heyrt af máli
Sveins. „Ef það væri verið að leita
að honum þá myndi ég vita af því,“
segir Smári.
Árið 2005 fjallaði DV um meint
svik Sveins í Danmörku. Áður en
hann fluttist þangað mun hann
hafa átt í vafasömum viðskipt-
um um margra ára skeið og feng-
ið marga upp á móti sér í þeim
efnum.
Sveinn er kvæntur franskri
konu og leigja þau hús í Grundar-
firði. Kona hans eignaðist annað
barn þeirra hjóna síðastliðið
sumar. Sveinn er eigandi matstof-
unnar Krákunnar í Grundarfirði,
en húsið sem hún er í hefur verið
boðið upp.
Ekki tókst að ná í Svein í gær
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Heimildir blaðsins herma þó að
hann sé staddur í Grundarfirði
og hafi verið um hríð. Sveinn hafi
komið fyrir öryggismyndavélum
við húsið sem hann leigir.
Um þarsíðustu jól hafi hann
dvalið í bænum en haft með sér
tvo lífverði sem fylgdu honum
hvert fótmál. Inntur eftir útskýr-
ingum bæjarbúa á þessu uppátæki
hafi Sveinn svarað því til að Hells
Angels væri á hælunum á sér og
því þyrfti hann á vernd að halda.
kjartan@frettabladid.is
kristjan@frettabladid.is
Meintur svindlari
býr í Grundarfirði
Maður sem talinn er hafa staðið fyrir milljarðasvindli í Svíþjóð er staddur í
Grundarfirði. Málið er í rannsókn í Svíþjóð en mannsins er ekki leitað af al-
þjóðadeild lögreglu. Sagði meðlimi Hells Angels vera á hælunum á sér.
Í GRUNDARFIRÐI Sveinn býr í Grundarfirði.
Hann hefur komið upp eftirlitsmyndavélum við
húsið sem hann leigir þar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
KJÖRKASSINN