Fréttablaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 10
10 17. september 2009 FIMMTUDAGUR VIRKJANIR Hlutabréf í HS Orku eru eftirsótt og tveir aðilar hafa lýst áhuga á kaupum í fyrirtækinu. Magma Energy Sweden AB, sem keypti hlut Orkuveitunnar nýver- ið, hefur lýst því yfir að það sækist eftir að eiga helmings hlut, en eftir kaupin á það 31 prósent. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir að viðræður standi yfir um kaup á því hlutafé sem eftir er í HS Orku. Verið sé að skoða aðkomu sterks hóps sem ætti þá fyrirtækið á móti Magma. Viðræður hafa staðið á milli rík- isvaldsins, sveitarfélaga og lífeyris- sjóða um kaupin. Steingrímur segir mögulegt að fleiri innlendir aðilar, opinberir eða félagslegir, komi að málinu. Hann segir ríkið hafa haft mikinn áhuga á að ganga inn í kaup Magma á hlut Orkuveitunnar. Málið hafi hins vegar verið komið of langt og frestur of skammur þegar ríkið kom að viðræðum um kaupin. Ríkisstjórnin hefur að und- anförnu rætt orku-, iðnaðar- og umhverfismál og mun sú umræða halda áfram á næstunni. Von er á tillögum í þeim efnum í haust. Iðnaðar- og umhverfisráðherra hafa báðir sagt að þær telji að breyta þurfi lögum um auðlindir í eigu hins opinbera. Leigutíminn sé of rúmur, en í tilviki Magma er hann 65 ár. - kóp Ríkisvaldið ræðir hlutafélagakaup við innlenda aðila: Bitist um kaup á hlutafé í HS Orku HS ORKA Magma vill kaupa stærri hlut í félaginu. Ríkisvald, sveitarfélög og lífeyris- sjóðir eru í viðræðum með kaup. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI JEMEN Tólf ára gömul stúlka frá Jemen lést eftir að hún hafði reynt í þrjá daga að fæða barn. Stúlkan var gift 24 ára gömlum manni frá Sádi-Arabíu. Stúlkan, sem hét Fawziya Abdullah Youssef, lést á föstu- dag eftir miklar blæðingar, en barnið sem hún hafði reynt að ala var andvana. Stúlkan lá á spítala í héraðinu Hodeida, um það bil 200 kíló- metrum frá Sana´a, höfuðborg Jemens, þegar hún lést. Danska blaðið Jyllands Post- en segir að andlátið veki spurn- ingar um hjónabönd barna sem tíðkist enn víða í Jemen. Stúlk- an var einungis ellefu ára gömul þegar hún giftist. Þrátt fyrir að kvenfrelsis- samtök og mannréttindasamtök berjist fyrir því að lágmarks- aldur verði settur um hjónabönd hefur ekki enn tekist að fá þing- ið til að samþykkja slík lög. - jhh Hjónabandslög í Jemen: Tólf ára lést af barnsförum Kannabis í Grafarholti Fíkniefni fundust við húsleit í íbúð í Grafarholti síðdegis á föstudag. Um var að ræða um 100 grömm af kannabis. Tveir menn á þrítugs- aldri voru handteknir og yfirheyrðir. Þeir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. LÖGREGLUMÁL ALÞINGI Gunnar Bragi Sveinsson, fulltrúi Framsóknarflokks í iðn- aðarnefnd Alþingis, hefur farið fram á að nefndin verði kölluð saman sem fyrst. Hann telur að fjalla verði um mál sem heyri undir nefndina og geti flýtt end- urreisn atvinnulífsins. Meðal þess sem Gunnar vill að nefndin fjalli um er staðan á málefnum tengdum orkuöflun og olíuvinnslu, stöðuna í ferðamál- um og hugmyndir um Íslands- stofu. Þá vill hann fara yfir stöð- una í byggðamálum, stöðuna á erlendum kvikmyndaverkefnum og fá yfirlit um erlenda fjárfest- ingu hér á landi. - bj Vill fund í iðnaðarnefnd: Þarf að ræða endurreisnina LÖGREGLUMÁL Skemmdarverk voru unnin á húsum bræðranna Karls og Steingríms Werners- sona, sem kenndir eru við Mil- estone, í fyrrinótt. Rauðri máln- ingu var slett á bæði húsin, við Árland og Engihlíð, og síðan flúið af vettvangi. Unnið var að því að þrífa og endurmála húsin fram eftir degi í gær. Ekki er vitað hverjir voru að verki. Skemmdarverkin eru fráleitt þau fyrstu sem unnin hafa verið á húsum fólks úr fjármálalífinu síðustu misseri. Aðrir sem hafa orðið fyrir málningarárásum af þessu tagi eru meðal annars Bjarni Ármannsson, Björgólfsfeðgar, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Hreiðar Már Sig- urðsson og Hannes Smárason. Þá hefur einnig verið ráðist að húsum fólks sem tengist orku- geiranum. Lögregla hefur yfirheyrt nokkra vegna árásanna en eng- inn hefur þó verið handtekinn. Fjölmiðlum hafa jafnan bor- ist yfirlýsingar frá aðila sem kallar sig „Skap ofsa“ eftir að skemmdarverkin eru unnin, þar sem hann lýsir þeim á hend- ur sér. Ekki er vitað hver stend- ur á bak við dulnefnið. - sh Skemmdarverk á húsum fólks úr fjármálalífinu halda áfram: Hús Wernerssona ötuð rauðu HJÁ KARLI WERNERSSYNI Blóðrauð máln- ingin var þrifin af húsinu eins og unnt var í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIRÐULEGUR Sjónvarpsfréttamenn verða að halda ákveðnum virðuleika við allar aðstæður. En stundum er hægt að svindla, eins og þessi íþrótta- fréttamaður í Ísrael. NORDICPHOTOS/AFP Dr. Rajendra K. Pachauri, einn helsti forystumaður veraldar í umræðum um loftslagsbreytingar, heldur opinn fyrirlestur í boði forseta Íslands og í samvinnu við Háskóla Íslands, laugardaginn 19. september kl. 11:30. Fyrirlesturinn ber heitið „Can Science Determine the Politics of Climate Change“ og verður fl uttur í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands. Í upphafi fundarins fl ytur forseti Íslands stutt ávarp en Kristín Ingólfsdóttir rektor stýrir samkomunni. TB W A \R EY K JA V ÍK \ SÍ A \ 0 9 5 7 5 4 Dr. Pachauri er formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, IPCC. Hann tók við friðarverðlaunum Nóbels fyrir hönd IPCC árið 2007, en Al Gore fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna hlaut þá einnig sömu verðlaun. Dr. Pachauri er jafnframt forstöðumaður vísinda- og tæknistofnunarinnar TERI í Delhi á Indlandi (www.teriin.org) sem fæst öðru fremur við rannsóknir á orkunýtingu og endurnýjanlegum orkugjöfum. Samstarfssamningur hefur verið gerður milli Háskóla Íslands og TERI. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn. Vísindin og loftslagsbreytingar Fyrirlestur dr. Pachauri Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins Birgitta Jónsdóttir formaður þingflokks Borgarahreyfingarinnar Hversu mikið eða lítið traust berð þú til eftirfarandi aðila? Mikið traust Lítið traust Heimild: MMR KÖNNUN Stórlega hefur dregið úr trausti almennings á Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun MMR á trausti almennings til forystufólks í stjórnmálum. Alls sögðust 36 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni treysta Jóhönnu frekar eða mjög mikið. Í sambærilegri könnun sem gerð var í febrúar mældist traust hennar 58,5 prósent, og í desember mældist það 63,6 prósent. „Það er áhugavert að sjá að Jóhanna, sem hefur verið í sérflokki í svona könnunum, hefur tekið dýfu,“ segir Gunnar Helgi Kristins- son, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Það komi reyndar ekki á óvart þar sem hún hafi haft sig lítið í frammi undanfarið, og raunar verið gagnrýnd fyrir það. Traust almennings á Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra er meira en á Jóhönnu, og hefur staðið í stað frá síðustu könnun. Um 37,7 prósent aðspurðra sögðust treysta honum frekar eða mjög mikið. „Allir sjá að Steingrímur hefur borið hitann og þungann af því sem stjórnin hefur verið að gera. Fyrir hann er þetta mikil traustsyfirlýs- ing, hann hefur verið í erfiðu hlut- verki og uppsker nú fyrir það,“ segir Gunnar Helgi. Um 40 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni sögðust treysta Jóhönnu og Steingrími mjög eða frekar lítið. Traust á öðrum stjórnmálamönn- um mældist umtalsvert minna en traust á Jóhönnu og Steingrími. Alls sögðust 19,4 prósent treysta Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, en 18,3 prósent sögðust treysta Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálf- stæðisflokksins. Ríflega helming- ur aðspurðra segist ekki treysta Sig- mundi Davíð og Bjarna. Niðurstaðan er slæm fyrir Bjarna, hann hefði þurft að fá mun hærri tölur út úr þessari könnun til að ná sér á strik, segir Gunnar Helgi. Sigmundur Davíð hafi á hinn bóginn verið í harðri stjórnarand- stöðu, og njóti trausts vegna þess. Minnst trausts nýtur Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Borgarahreyfingarinnar. Um 7,4 prósent sögðust treysta henni, en 63 prósent treysta henni ekki. Gunnar Helgi segir Jóhönnu og Steingrím njóta afgerandi trausts stuðningsmanna stjórnarflokk- anna. Slæmt sé fyrir Bjarna að njóta aðeins trausts um 60 prósenta stuðn- ingsmanna eigin flokks. Sigmund- ur Davíð sé raunar hálfdrættingur á við Bjarna innan Sjálfstæðisflokks- ins, sem geti bent til þess að sjálf- stæðismenn vilji sjá formann sinn í harðari stjórnarandstöðu. Könnunin var gerð 9. til 14. sept- ember. Alls svöruðu 909 einstakling- ar á aldrinum 18 til 67 ára. Alls tóku 97,2 prósent þátttakenda afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Dregur mikið úr traustinu Traust á Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra hefur nærri helmingast á níu mánuðum samkvæmt könnun. Traustsyfirlýsing við Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra, segir stjórnmálafræðiprófessor. MMR kannaði traust almennings á Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Alls sögðust 22,9 prósent aðspurðra treysta Ólafi frekar eða mjög mikið. Traust á Ólafi mældist 32,5 prósent í febrúar, og í desember 2008 um 43,7 prósent. Tæpur helm- ingur þátttakenda í könnun MMR nú, 47,7 prósent, sögðust treysta Ólafi Ragnari frekar eða mjög lítið. Gunnar Helgi Kristinsson stjórn- málafræðiprófessor segir litlu skipta fyrir Ólaf þótt fylgið dali. Þó veki athygli að jafnvel stuðningsmenn Vinstri grænna og Samfylkingar virð- ist hafa snúið við honum bakinu. FJÓRÐUNGUR TREYSTIR FORSETANUM 40,1% 39,8% 47,7% 51,6% 54,4% 63,0% 7,4% 18,3% 19,4% 22,9% 36,0% 37,7% 0 10 20 30 4030 20 1040506070
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.