Fréttablaðið - 17.09.2009, Síða 20
20 17. september 2009 FIMMTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Hlutur Alþjóðagjaldeyris-sjóðsins í efnahagsáætlun
ríkisstjórnarinnar og Seðlabank-
ans vekur tvær spurningar, sem
varða umheiminn auk okkar
sjálfra. Fjárþörf landsins árin
2008-10 er metin á fimm millj-
arða Bandaríkjadala og er mun
meiri en svo, að sjóðurinn megni
að svala henni. Þessa fjár er þörf
til að tryggja, að ríkið geti staðið
skil á erlendum skuldbindingum
sínum, og til að verja krónuna enn
frekara gengisfalli, þegar slakað
verður á gjaldeyrishöftunum.
Aðgangur Íslands að fyrirgreiðslu
sjóðsins er bundinn við umfang
efnahagslífsins. Miðað við reglur
sjóðsins teygir hann sig út á yztu
nöf með því að lána hingað tvo
milljarða dala. Fjárhæðin nemur
6.500 dölum á hvern Íslending.
Aðstoð sjóðsins við Ungverjaland
og Lettland nú nemur 1.600 dölum
á hvern Ungverja og 600 dölum
á hvern Letta. Það, sem á vantar,
þurfa Íslendingar að taka að láni á
Norðurlöndum (tvo milljarða dala)
og í Færeyjum, Póllandi og Rúss-
landi (einn milljarð). Hér þykknar
þráðurinn.
Skilyrði hverra?
Það er skiljanlegt, að aðrir lánveit-
endur telji sig líkt og sjóður inn
þurfa að binda lánveitingar skil-
yrðum til að aga og örva lántak-
andann, tryggja skilvísar endur-
greiðslur og stuðla að endur heimt
glataðs trausts. Þó er ekki ljóst, að
skilyrði utanaðkomandi lánveit-
enda fari að öllu leyti saman við
þaulreynd skilyrði sjóðsins, sem
fylgir föstum reglum. Legið hefur
fyrir um langa hríð, að Norður-
löndin kjósa, að Íslendingar leysi
ágreining sinn við Breta og Hol-
lendinga um IceSave-málið. Það
kom þó ekki á daginn fyrr en
nýlega, að Norður löndin binda
stuðning sinn við efnahagsáætlun
stjórnvalda við lausn málsins. Í
þessu ljósi þarf að skoða fyrirheit
stjórnvalda í samkomulagi sínu
við sjóðinn frá nóvember 2008 um
að leysa deiluna. Takist það ekki,
vaknar spurning um stuðning
Norðurlanda við áætlunina. Gangi
þau úr skaftinu, þarf að smíða
nýja áætlun um aðgerðir í fjár-
málum ríkisins og framhald gjald-
eyrishafta til að ná endum saman
án frekara gengisfalls. Án gagn-
gerrar endurskoðunar mun gengi
krónunnar þá falla enn frekar en
orðið er. Efnahagsáætluninni eins
og hún er nú var einmitt stefnt að
því að aftra slíku gengisfalli.
Reglur sjóðsins kveða ekki á
um, hvernig farið skuli með þau
skilyrði, sem utanaðkomandi lán-
veitendur vilja leggja á lántak-
endur. Þetta dregur úr því gagn-
sæi, sem sjóðurinn stefnir að í
samskiptum sínum við aðildar-
lönd. Sjóðurinn þarf að marka sér
skýrar reglur um meðferð slíkra
skilyrða. Fólkið í landinu þarf að
fá að vita, hvort til dæmis Bretar
og Hollendingar skipta sér af
samningum Íslands við sjóðinn að
tjaldabaki. Þarna hefur sjóðurinn
brýnt verk að vinna.
Alþjóðleg rannsóknarnefnd
Æ síðan bankarnir hrundu hafa
verið uppi kröfur um erlenda
rannsókn á hruninu frekar en
innlenda rannsókn. Fjármála-
eftirlitið hefur staðfest, að grun-
ur leikur á alvarlegum lögbrotum
fyrir hrun, svo sem margir töldu
einsýnt frá byrjun. Krafan um
erlenda rannsókn helgast af hætt-
unni á, að ýmis tengsl banka-
manna, stjórnmálamanna og
viðskiptaforkólfa geti skaðað
innlenda rannsókn og gert hana
tortryggilega. Dómskerfið er
skilgetið afkvæmi stjórnmála-
stéttarinnar og nýtur að því skapi
lítils trausts meðal almennings
eftir allt, sem á undan er gengið.
Samt hefur ríkisstjórnin, hvorki
fyrri stjórn né hin, sem nú situr,
ekki fallizt á erlenda rannsókn
hrunsins, heldur hefur hún látið
sér duga að þiggja fyrir annarra
tilstilli og með hangandi hendi
aðstoð Evu Joly rannsóknar-
dómara og fáeinna erlendra
sérfræðinga á hennar vegum.
Tilfinnanlegt sinnuleysi ríkis-
stjórnarinnar um rannsókn hruns-
ins vekur tortryggni hér heima og
erlendis.
Þegar bankar valda erlendum
lánardrottnum skaða, sem nemur
margfaldri landsframleiðslu, eiga
heimamenn og útlendingar heimt-
ingu á að fá að vita, hvernig slíkt
gat gerzt. Ef innlend yfirvöld virð-
ast reyna að leiða málið hjá sér, á
heimsbyggðin tveggja kosta völ.
Hún getur annaðhvort sett upp
nýja alþjóðaskrifstofu til að skipu-
leggja rannsóknir á efnahags-
hamförum eða falið einhverri
alþjóðastofnun, sem fyrir er og
málið er skylt, svo sem AGS, að
setja sér reglur um, hvernig hægt
sé að tryggja óháða rannsókn á
hamförunum. Öllum þykir sjálf-
sagt, að flugslys séu rannsökuð til
hlítar og án undanbragða. Sama
máli ætti að gegna um bankahrun.
Þegar bankakerfi lands hrynur,
þurfa boðlegar almannavarnir að
vera til taks. Ef yfirvöld hika, til
dæmis vegna þess, að þau hafa
eitthvað að fela, getur umheimur-
inn þurft að grípa í taumana, helzt
í góðri sátt við innlend stjórnvöld.
Stólar fyrir dyrum
Í DAG |
ÞORVALDUR GYLFASON
Enn um Ísland og AGS
Vilji grasrótarinnar?
Efnahags- og skattanefnd Alþingis
breytti frumvarpi fjármálaráðherra um
laun æðstu embættismanna og setti
inn undanþágu svo að greiða mætti
seðlabankastjóra, einum embættis-
manna, fyrir aukasporslur eins og
störf i peningastefnu-
nefnd. Í hópi
þeirra þingmanna
sem lögðu þessa
breytingartillögu
fyrir Alþingi með
nefndaráliti var Val-
geir Skagfjörð,
nýkjörinn
for-
maður
Borgarahreyfingarinnar,
sem sat á þingi í forföllum Þórs Saari
þegar breytingin var gerð.
Valgeir leiddi uppreisnarhóp, sem
var óánægður með hvernig þing-
menn hreyfingarinnar ræktuðu gras-
rótina. Ætli grasrótin hafi kallað eftir
því að Valgeir beitti sér fyrir þessari
fyrirgreiðslu til seðlabankastjóra?
Ný Já-hreyfing?
Gísli Tryggvason, talsmaður
neytenda, og Sveinn Andri
Sveinsson hæstaréttarlögmað-
ur eru að ræða hugmyndir um
að stofna nýja Já-hreyfingu til
að berjast fyrir ESB-aðild
Íslendinga. Gísli átti
frumkvæði að
málinu og kviknaði
hugmyndin á Facebook. Aðrir
sem nefndir eru til sögunnar sem
þátttakendur í hinni nýju hreyfingu
eru gamalkunnir Evrópusinnar eins
og Benedikt Jóhannesson, trygginga-
stærðfræðingur og útgefandi, Vil-
hjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, Eiríkur Berg-
mann Eiríksson dósent, Jón Steindór
Valdimarsson, framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins, og Hallur
Magnússon framsóknarmaður.
Gísli er líka áhugasamur um að
fá þarna inn menn sem ekki
hafa gefið sig upp í Evrópu-
málum og hefur nefnt Árna
Þór Sigurðsson, þingmann
VG, í því sambandi.
peturg@frettabladid.is
UMRÆÐAN
Dofri Hermannsson skrifar um
samgöngur og umhverfis mál
Á þriðjudaginn var lagði Sam fylkingin fram tillögu
í borgar stjórn þess efnis að
Reykjavíkurborg setti sér mark-
mið um að 2020 yrði annar hver
bíll knúinn innlendri, vistvænni
orku. Ríki, önnur sveitarfélög, samtök og einstakl-
ingar innanlands sem utan yrðu fengnir til liðs við
borgina um að ná því markmiði.
Þjóðir heims leita nú leiða til að gera bílaumferð
vistvænni og losa sig undan oki olíuhagkerfisins.
Þróunin hefur orðið hraðari ár frá ári og útlit er
fyrir stórstígar breytingar á næstu árum. Sam-
stillt átak þjóða heims um að draga úr útblæstri
gróðurhúsalofttegunda og ákvörðun um að gera
Bandaríkin óháð olíuinnflutningi hefur þar mikið
að segja.
Í þessum aðstæðum felast gríðarleg tækifæri
fyrir Reykjavíkurborg og Ísland í heild ef rétt er á
spilum haldið. Við höfum aðgang að vistvænni raf-
orku á hagstæðum kjörum, við eigum talsvert af
metani og rannsóknir á líf- og gervidísil lofa góðu.
Við eigum fyrirtæki og starfsfólk með reynslu og
þekkingu á sviði vistvænna orkulausna og vegna
smæðar samfélagsins geta breytingar hér tekið
mun styttri tíma en víðast hvar annars staðar.
Tækifæri okkar eru margs konar en fyrir
utan gjaldeyrissparnað og minni mengun getur
metnaðar full stefna kallað á umtalsverða erlenda
fjárfestingu í rannsóknum, þróun og innleiðingu
nýrrar tækni og skapað með því þúsundir nýrra
starfa á næstu tíu árum. Gott dæmi er heimsþekkt
vetnisstrætóverkefni Íslenskrar nýorku en yfir
70% af kostnaði við það verkefni var erlent fjár-
magn.
Hér er um metnaðarfullt en raunhæft markmið
að ræða en eins og oftast er reyndin með stór
og flókin viðfangsefni þurfa margir að koma að
málinu til að markmiðin náist. Samþykkt var að
vísa tillögunni til umfjöllunar í umhverfis- og
samgönguráði. Þar mun koma í ljós hvort núver-
andi meirihluti treystir sér til forystu um þetta
metnaðar fulla verkefni.
Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Annar hver bíll árið 2020
DOFRI
HERMANNSSONVEITINGAHÚS ATHUGIÐ!
M
arkaðsrannsóknafyrirtækið MMR birti í gær athygl-
isverðar niðurstöður úr skoðanakönnun á því hversu
mikið traust þjóðin ber til forystumanna stjórnmála-
flokkanna. Slíkar kannanir á trausti og vinsældum
einstaka stjórnmálamanna þegar langt er til kosn-
inga eru auðvitað fyrst og fremst ákveðin gerð af dægrastyttingu.
Raunverulegt mat á frammistöðu manna kemur í ljós þegar kjör-
kassar eru opnaðir, sem verður tæplega á næstunni.
Það sem gerir könnun MMR sérstaklega fróðlega er tímasetning-
in. Hún er gerð beint í kjölfar einhverra mestu átaka í stjórnmála-
sögu lýðveldisins og er fyrir vikið viss punktmæling á frammistöðu
forystumanna flokkanna í þeim atgangi öllum. Útkoman er mis-
uppörvandi fyrir flokksformennina og er reyndar beinlínis slæm
fyrir alla nema einn. Er það þó sá sem mestur eldur hefur brunnið
á undanfarna mánuði.
Á sama tíma og traust annarra dalar stendur Steingrímur J. Sig-
fússon fjármálaráðherra óhaggaður, líkt og hann gerði í allt sumar.
Uppskeran er sú að hann nýtur nú mest trausts meðal þjóðarinnar
af öllum flokksformönnunum.
Þessu til viðbótar er Steingrímur líka sterkastur á heimavelli,
því hann nýtur meiri stuðnings í eigin flokki en aðrir forystumenn
í sínum flokkum. Samkvæmt könnun MMR nýtur hann trausts 93,2
prósent þeirra sem segjast myndu kjósa VG. Aðeins einn formaður
kemst nálægt Steingrími í þeim efnum og það er Jóhanna Sigurðar-
dóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, með 82,9
prósent meðal sinna flokksmanna.
Ýmsir hávaðaseggir hafa veist að Steingrími með brigslum um
svik við hugsjónir VG. Sá mikli stuðningur sem hann fær innan úr
eigin röðum sýnir þó að sú gagnrýni hefur að mestu misst marks.
Þar á bæ virðist fólk almennt átta sig á því að það getur verið
ákveðin hugsjón í því að velja sér það stjórnarsamstarf þar sem
líklegast er að stefnumálin komist í framkvæmd, gegn vissum
málamiðlunum, fremur en að dæma sig til áhrifaleysis með ein-
strengingshætti.
Þetta er þó ekki einhlítt innan VG. Ögmundur Jónasson hefur
verið í forystu fyrir andstæð sjónarmið. Niðurstaða könnunar MMR
hlýtur að verða honum tilefni til að hugsa sinn gang.
Og könnunin er örugglega fleirum íhugunarefni. Þar á meðal
Jóhönnu Sigurðardóttur því traustið á henni snarfellur frá fyrri
slíkum mælingum. Má það örugglega meðal annars rekja til þess
að forsætisráðherra hefur ekki sinnt því hlutverki sínu að eiga í
samræðum við fólkið í landinu. Vissulega birtist Jóhanna reglulega
í fréttum og segir nokkur orð um þau mál sem eru á dagskrá hverju
sinni en meira þarf að koma til en það.
Mestar áhyggjur hljóta þó formenn og flokksmenn Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks að hafa. Þeir Bjarni Benediktsson og
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eiga greinilega langt í land með að
fylkja sínu liði að baki sér. Bjarni nýtur aðeins trausts 60 prósent
flokksmanna sinna og traust Sigmundar meðal stuðningsmanna
Framsóknarflokksins er 67 prósent. Það er auðvitað sitthvað að
vera formaður og foringi. Og menn eru ekki það fyrra lengi nema
þeir séu líka það seinna.
Steingrímur J. styrkir stöðu sína.
Formenn
og foringjar
JÓN KALDAL SKRIFAR