Fréttablaðið - 17.09.2009, Side 26
17. SEPTEMBER 2009 FIMMTUDAGUR
KDL-40V5500
Full HD upplausn og 1:60.000 skerpa.
Bravia Engine 3 myndstýring.
Ljósnemi stillir tækið eftir aðstæðum.
USB, LAN og HDMI tengi tryggja
notkunarmöguleikana.
KDL-40ZX1
Þráðlaust háskerpusjónvarp með
Edge LED tækni. Þynnsta LCD
sjónvarp í heimi, aðeins 9,9mm
þykkt. Motionflow 100Hz
eyðir tifi og eykur skerpu. RF
fjarstýring – tengistöð getur
verið inni í skáp og fjarstýringin
virkar samt.
KDL-40Z4500
Motionflow 200Hz gefur
mýkstu og eðlilegustu
myndina til þessa.
Snertitakkar á framhlið
hverfa þegar búið er
að stilla fyrir stílhreint
yfirbragð. Full HD upplausn og Bravia Engine 2 tryggja hámarks myndgæði.
USB Photo Viewer og Picture Frame Mode gera tækið að myndaramma á vegg
þegar það ekki er í notkun.
Playstation 3 leikjatölva og Blu-ray spilari fylgir.
Í Sony Center fást eingöngu
Sony Bravia-sjónvörp og þeirra
á meðal eru tvö ný tæki sem
bæði eru framúrstefnuleg.
„Þetta er KDL-40Z4500, sem er
með mestu upplausn í myndhreyf-
ingu sem mæld hefur verið í LCD-
sjónvarpi og svo KDL-40ZX1, sem
er þynnsta sjónvarp í heimi ásamt
því að vera þráðlaust,“ segir rekstr-
arstjórinn Kristinn Theodórsson.
„Fyrra tækið er 200 riða og
býr til þrjá ramma á milli hverra
tveggja ramma. Það gerir 200
ramma á sekúndu í stað 50 eins og
venja er. Það eyðir tifi í hreyfing-
um og gerir þær mýkri og eðlilegri.
Skerpan er auk þess mun betri og er
hægt að greina hvert einasta smá-
atriði þótt myndefnið sé á hreyf-
ingu sem kemur sér til dæmis sér-
staklega vel þegar verið er að horfa
á fótbolta eða aðrar íþróttir,“ segir
Kristinn. Því til staðfestingar nefn-
ir hann nýlegar mælingar hjá sjálf-
stæðum aðila en þar mældist tækið
með mestu upplausn í hreyfingu í
LCD-tæki fyrr og síðar, en niður-
stöðuna má sjá á slóðinni www.
hdtvtest.co.uk. Kristinn bendir á
að hreyfing myndefnisins komi oft
niður á raunupplausn myndarinn-
ar en að með þessari nýju tækni sé
það leiðrétt. Tækið er á tilboði í 40
og 46 tomma stærð og því fylgir
Playstation 3-tölva.
Síðarnefnda tækið er einung-
is 9,9 millimetrar að þykkt og er
þráðlaust. „Það eina sem þarf er
rafmagnstengill í námunda við
tækið en því fylgir svo lítið tengi-
box sem má setja inn í skáp í her-
berginu eða jafnvel í því næsta. Á
sama stað er myndlyklinum, dvd-
tækinu og öðrum tækjum komið
fyrir og þegar kveikt er á sjón-
varpinu hefur það þráðlaust sam-
band við tengiboxið og streymir há-
skerpumynd á milli.“
Kristinn segir tækið henta sér-
staklega vel þeim sem vilja setja
sjónvarpið upp á bera veggi. „Fólk
leggur oft mikið á sig til að fela
snúrur og tæki og er jafnvel að
útbúa falska veggi. Við það minnka
oft notkunarmöguleikarnir enda
vilja sumir ekki tengja við sjón-
varpið önnur tæki sem þurfa snúr-
ur. Því er ljóst að tækið, sem fæst
í 40 tommum, býður upp á aukið
frelsi.
Þynnsta sjónvarpið nær
ekki einum sentimetra
Kristinn selur meðal annars þynnsta sjónvarp í heimi sem er 9,9 millimetrar að þykkt.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Það er ekki aðeins mannfólk-
ið sem öðlast hefur frægð
út á það að birtast í sjón-
varpi því gæludýr hafa átt
sínar stjörnustundir. Enginn
veltir þó Lassie úr sessi yfir
vinsælustu hunda sjónvarps-
sögunnar en bæði kvikmynd-
ir og þættir um hundinn nutu
mikilla vinsælda á 6. og 7.
áratugnum. Þó nokkrir hund-
ar sáu um að leika Lassie en
sá fyrsti var kallaður Pal og
nokkrir afkomendur hans
léku Lassie að föður sínum
látnum. - jma
Vinsælustu
gæludýrin
Lassie vann hjörtu margra en
margir hundar skiptu með sér
hlutverkinu í gegnum tíðina.
Nýafstaðin jarðarför Michaels
Jackson mældist með eitt mesta
áhorf í sjónvarpssögunni sé tekið
mið af einstökum atburðum sem
sýndir hafa verið beint í sjón-
varpi. Fleiri Bretar horfðu á útför
Michaels en horfðu á útför Díönu
prinsessu.
Af sjónvarpsþáttum er þáttur
í Dallas-seríunni, sem Íslending-
ar þekkja vel, „Hver drap J.R.“,
sá annar vinsælasti í heimssög-
unni. Af nýrri þáttaröðum hafa
fáar komist með tærnar þar
sem þættirnir Friends höfðu
hælana.
Kvikmynd í fullri lengd sem
hlotið hefur mest áhorf um heim
allan er Á hverfanda hveli
(Gone With the Wind).
Af íslensku sjón-
varpsefni hefur enginn
þáttur náð að skáka Á
tali með Hemma Gunn
en sjónvarpsþáttur-
inn náði að slá áhorfs-
met ár eftir ár, en hann
var sýndur á um tíu ára
skeiði. - jma
Mesta áhorf fyrr og síðar
Áhorfsmet var sett þegar
þátturinn „Hver drap J.R.“ úr
Dallas-seríunni var sýndur.
Þáttur Hermanns
Gunnarssonar
Á tali með
Hemma Gunn
náði miklum
vinsældum.
Sló hann
hvert
metið
á fætur
öðru í
áhorfi.
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmaður auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is s. 5125462