Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.09.2009, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 17.09.2009, Qupperneq 26
 17. SEPTEMBER 2009 FIMMTUDAGUR KDL-40V5500 Full HD upplausn og 1:60.000 skerpa. Bravia Engine 3 myndstýring. Ljósnemi stillir tækið eftir aðstæðum. USB, LAN og HDMI tengi tryggja notkunarmöguleikana. KDL-40ZX1 Þráðlaust háskerpusjónvarp með Edge LED tækni. Þynnsta LCD sjónvarp í heimi, aðeins 9,9mm þykkt. Motionflow 100Hz eyðir tifi og eykur skerpu. RF fjarstýring – tengistöð getur verið inni í skáp og fjarstýringin virkar samt. KDL-40Z4500 Motionflow 200Hz gefur mýkstu og eðlilegustu myndina til þessa. Snertitakkar á framhlið hverfa þegar búið er að stilla fyrir stílhreint yfirbragð. Full HD upplausn og Bravia Engine 2 tryggja hámarks myndgæði. USB Photo Viewer og Picture Frame Mode gera tækið að myndaramma á vegg þegar það ekki er í notkun. Playstation 3 leikjatölva og Blu-ray spilari fylgir. Í Sony Center fást eingöngu Sony Bravia-sjónvörp og þeirra á meðal eru tvö ný tæki sem bæði eru framúrstefnuleg. „Þetta er KDL-40Z4500, sem er með mestu upplausn í myndhreyf- ingu sem mæld hefur verið í LCD- sjónvarpi og svo KDL-40ZX1, sem er þynnsta sjónvarp í heimi ásamt því að vera þráðlaust,“ segir rekstr- arstjórinn Kristinn Theodórsson. „Fyrra tækið er 200 riða og býr til þrjá ramma á milli hverra tveggja ramma. Það gerir 200 ramma á sekúndu í stað 50 eins og venja er. Það eyðir tifi í hreyfing- um og gerir þær mýkri og eðlilegri. Skerpan er auk þess mun betri og er hægt að greina hvert einasta smá- atriði þótt myndefnið sé á hreyf- ingu sem kemur sér til dæmis sér- staklega vel þegar verið er að horfa á fótbolta eða aðrar íþróttir,“ segir Kristinn. Því til staðfestingar nefn- ir hann nýlegar mælingar hjá sjálf- stæðum aðila en þar mældist tækið með mestu upplausn í hreyfingu í LCD-tæki fyrr og síðar, en niður- stöðuna má sjá á slóðinni www. hdtvtest.co.uk. Kristinn bendir á að hreyfing myndefnisins komi oft niður á raunupplausn myndarinn- ar en að með þessari nýju tækni sé það leiðrétt. Tækið er á tilboði í 40 og 46 tomma stærð og því fylgir Playstation 3-tölva. Síðarnefnda tækið er einung- is 9,9 millimetrar að þykkt og er þráðlaust. „Það eina sem þarf er rafmagnstengill í námunda við tækið en því fylgir svo lítið tengi- box sem má setja inn í skáp í her- berginu eða jafnvel í því næsta. Á sama stað er myndlyklinum, dvd- tækinu og öðrum tækjum komið fyrir og þegar kveikt er á sjón- varpinu hefur það þráðlaust sam- band við tengiboxið og streymir há- skerpumynd á milli.“ Kristinn segir tækið henta sér- staklega vel þeim sem vilja setja sjónvarpið upp á bera veggi. „Fólk leggur oft mikið á sig til að fela snúrur og tæki og er jafnvel að útbúa falska veggi. Við það minnka oft notkunarmöguleikarnir enda vilja sumir ekki tengja við sjón- varpið önnur tæki sem þurfa snúr- ur. Því er ljóst að tækið, sem fæst í 40 tommum, býður upp á aukið frelsi. Þynnsta sjónvarpið nær ekki einum sentimetra Kristinn selur meðal annars þynnsta sjónvarp í heimi sem er 9,9 millimetrar að þykkt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það er ekki aðeins mannfólk- ið sem öðlast hefur frægð út á það að birtast í sjón- varpi því gæludýr hafa átt sínar stjörnustundir. Enginn veltir þó Lassie úr sessi yfir vinsælustu hunda sjónvarps- sögunnar en bæði kvikmynd- ir og þættir um hundinn nutu mikilla vinsælda á 6. og 7. áratugnum. Þó nokkrir hund- ar sáu um að leika Lassie en sá fyrsti var kallaður Pal og nokkrir afkomendur hans léku Lassie að föður sínum látnum. - jma Vinsælustu gæludýrin Lassie vann hjörtu margra en margir hundar skiptu með sér hlutverkinu í gegnum tíðina. Nýafstaðin jarðarför Michaels Jackson mældist með eitt mesta áhorf í sjónvarpssögunni sé tekið mið af einstökum atburðum sem sýndir hafa verið beint í sjón- varpi. Fleiri Bretar horfðu á útför Michaels en horfðu á útför Díönu prinsessu. Af sjónvarpsþáttum er þáttur í Dallas-seríunni, sem Íslending- ar þekkja vel, „Hver drap J.R.“, sá annar vinsælasti í heimssög- unni. Af nýrri þáttaröðum hafa fáar komist með tærnar þar sem þættirnir Friends höfðu hælana. Kvikmynd í fullri lengd sem hlotið hefur mest áhorf um heim allan er Á hverfanda hveli (Gone With the Wind). Af íslensku sjón- varpsefni hefur enginn þáttur náð að skáka Á tali með Hemma Gunn en sjónvarpsþáttur- inn náði að slá áhorfs- met ár eftir ár, en hann var sýndur á um tíu ára skeiði. - jma Mesta áhorf fyrr og síðar Áhorfsmet var sett þegar þátturinn „Hver drap J.R.“ úr Dallas-seríunni var sýndur. Þáttur Hermanns Gunnarssonar Á tali með Hemma Gunn náði miklum vinsældum. Sló hann hvert metið á fætur öðru í áhorfi. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is s. 5125462
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.