Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.09.2009, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 17.09.2009, Qupperneq 28
 17. SEPTEMBER 2009 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● sjónvarp ● VINSÆLASTA SJÓNVARPSSTJARNAN Leikkonan og skemmtikrafturinn Lucille Ball er ástsæl- asta sjónvarpsstjarna Bandaríkjanna sem ekki er leng- ur á lífi. Þetta er niðurstaða skoðanakönnun- ar sem Marketing Evolutions lét framkvæma í Bandaríkjunum. Ball er sjálfsagt þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum I Love Lucy sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni CBS í fjölmörg ár. Fyrsta þáttaröðin leit dagsins ljós árið 1953. Ball lék þó einnig í yfir 70 kvikmyndum á löngum og viðburðaríkum ferli, meðal ann- ars á móti Henry Fonda í Yours, Mine and Ours frá árinu 1968 og á móti Bob Hope í Fancy Pants frá árinu 1950. ● YNGSTUR MEÐ EMMY- TILNEFNINGU Leikarinn Frankie Muniz var aðeins fimmt- án ára þegar hann var tilnefnd- ur fyrir leik sinn í grínþáttunum Malcolm in the Middle árið 2001. Þar með varð hann yngsti leik- arinn sem hefur verið tilnefndur til þessara verðlauna. Muniz var einnig tilnefndur til fjölda ann- arra verðlauna fyrir túlkun sína á aðalpersónu þáttanna, Malcolm, og þar á meðal til tveggja Gold- en Globe-verðlauna. ● LANGLÍFASTI VÍSINDASKÁLDSÖGUÞÁTTURINN Tíu þáttaraðir hafa verið gerðar af Stargate SG-1 frá árinu 1997. Fyrsti þátt- urinn var sýndur í sjónvarpi 27. júlí það ár. 203. þátturinn sem var sýnd- ur 2006 markaði tímamót því þá var met slegið, en það áttu X-Files þætt- irnir sem voru alls 202 talsins, framleiddir frá 10. september 1993 til 9. maí 2002. Á meðfylgjandi mynd má sjá skot úr SG-1, en þættirnir fylgdu í kjöl- farið á myndinni Stargate með leikurunum Kurt Russell og James Spader frá árinu 1994, sem naut mikilla vinsælda. Saga nútímasjónvarpsins spannar langan tíma og þurfti mikill fjöldi gáfumanna að leggja upp- finningar sínar á vogarskálar vísindanna áður en áhorfendur gátu séð fyrstu sjónvarpsútsend- inguna. Í upphafi þriðja áratugarins urðu mikil straumhvörf í sögu sjónvarpstækisins. Í Banda- ríkjunum hófust fyrstu reglulegu sjónvarps- útendingarnar 2. júlí 1928. Ólympíuleikarnir í Þýskalandi flýttu svo enn frekar fyrir þróun þessarar nýju tækni. - kdk Ótti við litsjónvörp reyndist óþarfur ● RÍKISSJÓNVARPIÐ á Íslandi hóf útsending- ar í september 1966. Fram að þeim tíma höfðu Íslend- ingar aðeins horft á svokallað Kanasjónvarp sem ætlað var varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Talsverðar áhyggjur höfðu menn haft af áhrifum amerísks sjónvarps á íslensk- an æskulýð og vildu stöðva útsendingarnar. Til þess kom þó ekki því sama ár og útsendingar Ríkissjónvarpsins hóf- ust tilkynnti yfirmaður varnarliðsins að útsendingar Kana- sjónvarpsins yrðu takmarkaðar við svæði hersins á Kefla- víkurflugvelli vegna reglna um kaup bandaríska hersins á sjónvarpsefni. Íslendingar misstu því Kanasjónvarpið en fengu sitt eigið í staðinn. Sá galli var þó á gjöf Njarðar að í fyrstu var aðeins sjónvarpað tvisvar í viku. Dögunum var þó fljótlega fjölgað í sex og hélst það fyrirkomulag allt til ársins 1987. ● FRAM TIL ÁRSINS 1975 voru sjónvarps- útsendingar í lit óheimilar. Efni var sent út svart/hvítt jafnvel þótt það væri í lit. Menn greindi þó á um réttmæti þessar- ar ákvörðunar og voru margir ugg- andi um að þjóð- in myndi hrífast svo mjög af litríku sjónvarpsefni að gjaldeyrisforða þjóðarinnar yrði öllum sólundað í litsjónvörp. Betur fór en á horfðist. ● FRAM TIL ÁRSINS 1983 lögðust útsendingar niður í júlímánuði vegna sumarleyfa. Þóttu þessir siðir Ís- lendinga sérviskulegir. Í ávarpi sem Björn Bjarnason þá- verandi menntamálaráðherra hélt árið 1996 í tilefni þrjá- tíu ára afmælis sjónvarpsins, minntist hann þess að sumum hefðu þótt íslenskir sjónvarpssiðir til eftirbreytni. Til að mynda hafi Helmut Schmidt, þáverandi kanslari Vestur-Þýskalands, þótt sjónvarpslausi vikudagurinn til mikils sóma. Með honum væri þegnum gefið tækifæri til að njóta einkalífs síns betur en undir sífelldu áreiti fjöl- miðilsins. ● ÞAÐ VAR SVO ÁRIÐ 1986 að Íslendingar voru hrifsaðir inn í nýja tíma. Það ár var leiðtogafundurinn í Höfða haldinn hér á landi og frá honum þurfti að sýna hvað sem allri sérvisku um sjónvarpsútsendingar leið. Það ár hóf Stöð 2 sölu áskriftar að sjónvarpsútsending- um og samkeppni skapaðist á markaðnum. Árið 1987 tók Ríkissjónvarpið svo ákvörðun um að sjónvarpa alla daga vikunnar. ● ÞEGAR LEIÐ AÐ árþúsundamótum árið 2000 urðu miklar breyt- ingar á íslensku sjón- varpsáhorfi. Skjár einn hóf starfsemi 20. októb- er 1999 og sendi lands- mönnum efni án endur- gjalds en seldi þess í stað þeim mun meira af aug- lýsingum. Ýmsar sjón- varspstöðvar, sem ein- göngu eru reknar með auglýsingatekjum, hafa síðan litið dagsins ljós við misjafnar undirtektir. ● SJÓNVARPSMARKAÐURINN á Íslandi hefur tekið stökkbreytingum undanfarna tvo áratugi. Að með- altali verja Íslendingar um þremur klukkutímum á sólar- hring í sjónvarps- gláp en hvað svo verður veit nú enginn. Hefð- bundið sjónvarps- áhorf hefur breyst mikið með tilkomu dreifingar á sjón- varpsefni á netinu. Fólk bíður sjaldn- ar eftir uppáhalds- þættinum sínum í sjónvarpinu heldur sækir hann á netið. Efasemdir eru þó uppi um lögmæti slíkra iðju. karto.is A R G U S / 0 8 -0 4 4 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.