Fréttablaðið - 17.09.2009, Side 50

Fréttablaðið - 17.09.2009, Side 50
30 17. september 2009 FIMMTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Risaeðl u- beinaþ jóf- urinn s nýr aftur! Ertu eitthvað stress- aður? Jæja, hvað fannst þér Sara? Ehh... mér fannst ekkert varið í þetta. Ekkert varið í þetta? Þetta var ástarljóð! Mér finnst bara ekkert rómantískt við „Ertu með á skrall“. Ég hélt að þú værir rómantísk! Konur eru gáta. Lalli, af hverju elta hundar eigin hala? Af sömu ástæðu og við náum honum aldrei. ... af því hann er þarna. Stundum finnst mér eins og við förum beint frá Prúðuleikurunum í endursýningar á Matlock. Heyrðu, það varst þú sem vildir bíða með að eignast börn! Í gær las ég merkilega frétt um að kvik-mynd um ævi Darwins hefði ekki verið sett í dreifingu vestanhafs. Þetta var vegna hræðslu um að hún myndi vekja reiði þeirra fjölmörgu Bandaríkjamanna sem taka fallegu biblíusöguna um Adam og Evu bókstaflega. Það er auðvitað hreinlega ótrú- legt að einungis 37 prósent íbúa stórveld- isins skuli samþykkja þróunarkenninguna. Í kjölfarið fór ég af einhverjum ástæðum að hugsa til litla kvikindisins sem tók sér búsetu á svölunum hjá okkur síðla sum- ars. Þessi smávaxna dýrategund, köngulóin, hefur verið til í yfir 350 milljónir ára og hefur lítið sem ekkert breyst allan þennan tíma. Þetta vitum við vegna þess að steingervingar þeirra og ótelj- andi fjölda annarra dyra hafa fundist og verið aldursgreindir. Þeir Banda- ríkjamenn sem kalla sig creation- ists halda því fram að steingervingar séu ekkert nema eitt stórt samsæri guðlausra vísindamanna. En aftur að köngulónni. Hún ákvað að spinna ægifagran og stóran vef í efra horninu á svölunum og breytti heim- ilisfólkinu í forvitna náttúrufræðinga. Það var samt aðallega snemma kvölds sem við urðum vitni að rándýrseðli hennar. Eitt sinn slysaðist hunangsfluga til þess að fljúga inn í vefinn. Hún barðist um á hæl og hnakka en köngulóin, sem var dálítið minni, æddi af stað til að fanga þessa feitu bráð. Við horfð- um agndofa á könguló bíta og hunangsflugu reyna að stinga þar til sú fyrri hörfaði og sú síðari gat loksins losað sig úr klístruð- um þráðunum og flogið reið og fegin í áttina að Miklatúninu. En nú er haustið komið og vefurinn horfinn. Síðast þegar ég leitaði að köngulónni lá hún samanhnipruð í skoti með fótleggina í kringum sig eins og teppi. Ég vona að hún sofi vel og lifi veturinn af. Af Darwinisma og ævafornri dýrategund NOKKUR ORÐ Anna Margrét Björnsson Hafnarfjarðarleikhúsinu Miðasala í síma 555 2222 og á midi.is 18.sept kl.21 (fös) Örfá sæti laus 19.sept kl.21 (lau) Örfá sæti laus Síðustu sýningar! 9 grímutilnefningar PBB, Fréttablaðið Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi SÚKKULAÐIVAX HAFRAVAX SÚKKULAÐISTRIMLAR F. ANDLIT OG LÍKAMA ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótek og snyrtivöruverslanir Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni og einnig vaxstrimlar Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.