Fréttablaðið - 17.09.2009, Page 52
32 17. september 2009 FIMMTUDAGUR
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Nú er verið að smala tónlistarmönnum á tónlistarhátíðina Réttir sem
fer fram dagana 23.–26. september á sjö tónleikastöðum í Reykja-
vík. Þegar þetta er skrifað er dagskráin ekki alveg fullmótuð, en yfir
hundrað nöfn eru staðfest. Flest þeirra eru
íslensk, en samt eru nokkur erlend, þar á
meðal norska tónlistarkonan Hanne Hukkel-
berg, danska dúóið Bodebrixen, New York-
búinn Jesse Hartman og svo hinn skoski
Hudson Mohawke.
Hudson Mohawke er listamannsnafn Glas-
gow-búans Ross Birchard. Hann hefur verið
að búa til tónlist og spila sem plötusnúður í
nokkur ár og var á mála hjá skoska fyrir-
tækinu Lucky Me, en eftir að hann gerði
samning við Warp-útgáfuna í fyrra hefur
stjarna hans risið hratt. Hann sendi frá sér
EP-plötuna Polyfolk Dance í vor, en á henni
er meðal annars smellurinn undarlegi Polk-
adot Blues. Fyrsta stóra platan hans, But-
ter, er svo væntanleg 12. október. Það fyrsta
sem flaug í gegnum hausinn á mér þegar ég
hlustaði á Butter var „Vá, brjálað sambland
af Aphex Twin og Prince“. Það er óhætt að segja að Hudson Mohawke
skorti ekki hugmyndir. Á Butter má heyra áhrif frá hip-hoppi, proggi,
fönki, R&B og rave-tónlist, en útkoman er engu lík. Bæði brjáluð og
grípandi. Sannkölluð 21. aldar tónlist. Sjálfur segist Ross einfaldlega
vera að reyna að búa til hljóð sem fólk er ekki vant að heyra. Hudson
Mohawke spilar á breakbeat.is kvöldinu á Jacobsen laugardaginn 26.
september.
Spennandi gestur
21. ALDAR TÓNLIST Skotinn
Hudson Mohawke er einn af
gestum tónlistarhátíðarinnar
Rétta.
Níunda hljóðversplata
Seattle-rokkaranna í Pearl
Jam, Backspacer, kemur út
eftir helgi. Hún hefur feng-
ið fína dóma og þykir þeirra
besta í þó nokkurn tíma.
Upptökur á Backspacer hófust
snemma á síðasta ári. Pearl Jam
fékk til liðs við sig upptökustjór-
ann Brendan O´Brien sem hafði
áður tekið upp fjórar plötur sveit-
arinnar: Vs., Vitalogy, No Code og
þá síðustu, Yield, árið 1998. Hann
tengist einnig íslenskri tónlist-
arsenu því hann var einn af upp-
tökustjórum Jinx með Quarashi.
Í nýlegu viðtali segja þeir félag-
ar að upptökurnar hafi gengið
mjög vel og eiginlega betur en
nokkru sinni fyrr. Skemmdi það
ekki fyrir að lögin voru nánast
fullmótuð áður en þeir stigu fæti
í hljóðverið og því gátu þeir ein-
beitt sér betur að spilamennsk-
unni. „Ed er eiginlega listrænn
stjórnandi plötunnar,“ segir gít-
arleikarinn Stone Gossard um
söngspíruna Eddie Vedder. „Hver
og einn leggur fram sína hluti en
á endanum bindur hann þá saman
í eina heild.“
Vedder hefur verið forsprakki
Pearl Jam í átján ár og hefur ýmsa
fjöruna sopið. „Þegar maður eldist
fer maður að einbeita sér að því að
viðhalda orkunni sem býr innra
með manni. Fyrir tíu árum tók ég
henni ekki bara sem sjálfsögðum
hlut heldur þjösnaðist á henni. Ég
hef ekki lengur áhuga á því. Ég er
búinn með þann pakka.“
Eins og söngvarinn gefur til
kynna hafa þeir félagar þroskast
mikið síðan þeir slógu í gegn með
meistarastykkinu Ten árið 1991 og
urðu fljótt ein fremsta rokksveit
heims. Viðbrigðin voru mikil, sér-
staklega fyrir Vedder sem þurfti
að glíma við mestu fjölmiðlaat-
hyglina, og síðan þá hefur Pearl
Jam verið þekkt fyrir hlédrægni
sína. Reyndar hefur aðeins dreg-
ið úr henni á undanförnum árum
með fleiri tónlistarmyndböndum
og smáskífum og svo virðist sem
þeir félagar séu loksins farnir að
sætta sig við sviðsljósið.
Fyrsta smáskífulag Back-
spacer, hið poppaða The Fixer,
er vafalítið það mest grípandi á
plötunni enda hefur það komist
ofarlega á vinsældalista. Tíma-
ritin Q, Mojo, Rolling Stone, Spin
og Uncut eru líka yfir sig hrif-
in og splæsa fjórum stjörnum á
plötuna af fimm mögulegum, sem
sýnir svo ekki verður um villst
að þeir Vedder, Gossard, Ament,
McCready og Cameron hafa engu
gleymt.
Til að fylgja plötunni eftir
ætlar Pearl Jam í tónleikaferð
um Bandaríkin sem hefst 21. sept-
ember og í nóvember spilar sveit-
in í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi.
Evrópubúar fá síðan að öllum lík-
indum að berja goðin sín augum á
næsta ári. freyr@frettabladid.is
Pearl Jam hefur engu gleymt
EDDIE VEDDER Rokkararnir í Pearl Jam eru mættir með sína níundu hljóðversplötu, sem nefnist Backspacer. NORDICPHOTOS/GETTY
Önnur plata DJ Music-
ian er komin út. Hún
heitir Sehr Gut Cock-
tail, en sú fyrri heitir
My Friend Is a Record
Player og kom út fyrir
fimm árum. Þarna á
milli kom þriggja laga
platan Klinski. „Það
gekk dálítið erfiðlega að
finna út í hvaða átt ég
vildi fara,“ segir Pétur
Eyvindsson, sem er DJ
Musician. „Þegar ég
fann það út, fyrir svona
þremur mánuðum, fór
allt í gang. Það varð eins
konar keðjuverkun þar sem eitt lag fæddi
af sér annað lag.“
Eins og lagaheiti á borð við „Vodka
Meloni“ og „I Love
Happy Hour“ gefa til
kynna er stutt í part-
ístemmarann á plöt-
unni. „Það er mikið
partí í plötunni, en ekk-
ert endilega eitthvað
tengt áfengi samt,“ segir
Pétur. „Titillinn „Sehr
Gut Cocktail“ vísar
ekki endilega til áfengis
– „kokkteill“ getur bara
verið annar titill yfir
lífið sjálft. Með plötunni
ákvað ég bara að fara
alla leið í hressleikanum
og stuðinu.“
Plata DJ Musician er fáanleg í 12
tónum og hjá Gogoyoko og Pétur sér fram
á að spila nokkuð stíft á næstunni. - drg
Farið alla leið í stuðinu
PARTÍSTEMMARI Sehr Gut Cocktail með
DJ Musician.
Hljómsveitin Muse hefur áhuga
á að semja aðallag næstu James
Bond-myndar. „Við myndum
örugglega segja já við því, eða
að minnsta kosti reyna,“ sagði
trommarinn Dom Howard. Á nýj-
ustu plötu Muse, The Resistance,
er blandað saman rokki, strengja-
tónlist og óperu. „Mikið af okkar
tónlist passar vel við James Bond-
stílinn og ég held að þetta gæti
gengið upp,“ sagði Howard. Jack
White og Alica Keys sungu síðasta
Bond-lag, Another Way to Die. Tut-
tugu ár eru aftur á móti liðin síðan
bresk hljómsveit átti Bond-lagið.
Þá söng Duran Duran lagið A View
to a Kill í samnefndri mynd.
Muse vill
prófa Bond
> Í SPILARANUM
Magic Arm - Make Lists Do Something
Hjálmar - IV
Muse - The Resistance
Þóra Björk - I Am a Tree Now
GusGus - 24/7
MAGIC ARM GUSGUS
Lagið Svefn-G-Englar með Sigur Rós er 36.
besta lag tíunda áratugarins samkvæmt lista
yfir 500 bestu lögin á bandarísku tónlistar-
síðunni Pitchforkmedia.com. Lagið er tekið
af annarri plötu sveitarinnar, Ágætis byrjun.
„Þrátt fyrir gifturíkan áratug sem fylgdi í kjöl-
farið hjá Sigur Rós finnurðu ekki betri kynn-
ingu á hljómsveitinni en Svefn-G-Englar. Bjag-
aður gítarinn og rödd Jónsa búa til hljóðbylgjur
þar sem hljómborðsspilið og trommuleikurinn
svífa áfram,“ segir í umsögninni. „Lagið spurði
margra spurninga, eins og : Hvaða tungumál er
þetta? Hvernig eru þessi hljóð búin til? Verður
öll tónlistin í framtíðinni svona falleg?“
Besta lag áratugarins var valið B.O.B. með
Outkast og í næstu sætum á eftir voru All My
Friends með LCD Soundsystem, Paper Planes
með M.I.A., Crazy in Love með Beyonce og One
More Time með Daft Punk. Á meðal laga sem
eru lentu fyrir neðan Sigur Rós voru Take Me Out með Franz Ferdin-
and, Can´t Get You Out Of My Head með Kylie Minogue og Time To
Pretend með MGMT.
Sigur Rós í 36. sæti
SIGUR RÓS Hljómsveitin
á 36. besta lag tíunda
áratugarins samkvæmt
síðunni Pitchforkmedia.
com. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA