Fréttablaðið - 17.09.2009, Side 58

Fréttablaðið - 17.09.2009, Side 58
38 17. september 2009 FIMMTUDAGUR Kaplakrikavöllur, áhorf.: 951 Breiðablik KR TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–18 (6–9) Varin skot Ingvar 5 – Hansen 5 Horn 4–6 Aukaspyrnur fengnar 14–10 Rangstöður 1–2 KR 4–3–3 Andre Hansen 7 Skúli Jón Friðgeirss. 5 Grétar Sigurðsson 6 Mark Rutgers 5 Jordao Diogo 6 Bjarni Guðjónsson 6 *Baldur Sigurðsson 7 Atli Jóhannsson - (22. Guðm. Ben. 6) Óskar Örn Hauksson 6 (86. Gunnar Kristj. -) Björgólfur Takefusa 5 Gunnar Örn Jónsson 6 (84. Guðm. R. Gunn. -) *Maður leiksins BREIÐAB. 4–5–1 Ingvar Þór Kale 6 Árni K. Gunnarsson 5 Guðmann Þórisson 5 Kári Ársælsson 5 Kristinn Jónsson 6 Olgeir Sigurgeirsson 4 (63., Haukur Baldv. 4) Finnur O. Margeirss. 6 Guðm. Kristjánsson 5 Andri Rafn Yeoman 7 Kristinn Steindórss. 6 (78. Evan Schwartz -) Elfar Freyr Helgason 6 (88. Aron Smáras. -) 0-1 Gunnar Örn Jónsson (40.) 0-2 Grétar Sigfinnur Sigurðsson (66.) 0-2 Einar Örn Daníelsson (6) sport@frettabladid.is Fræðslukvöld ÍSÍ haust 2009! Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og á Akureyri kl. 17.00 - 21.00 á fimmtudögum. Öllum opin og einnig liður í alm. hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ á 2. stigi. Nánari uppl. í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is Sjá einnig á www.isi.is Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson er sannfærður um að kvennalandslið Íslands mæti vel stemmt til leiks gegn stöllum sínum frá Eistlandi þegar þjóðirnar mætast í undan- keppni HM 2011 á Laugardalsvelli í kvöld kl. 20. Sigurður Ragnar viðurkennir að hann viti ekki mikið um mótherjana en að íslenska liðið sé mun sterkara á pappírunum. „Þessi leikur leggst mjög vel í mig. Það er alltaf gaman að spila á Laugardalsvelli og stelpurnar mæta tilbúnar til leiks. Við vitum hins vegar nánast ekki neitt um mótherja okkar og höfum hvorki mætt þeim áður né séð myndband frá leikjum þeirra þannig að við rennum dálítið blint í sjó- inn með þetta. Af fyrri úrslitum að dæma eigum við hins vegar að vera með sterkara lið,“ segir Sigurður Ragnar, sem segir markmiðin skýr fyrir undankeppni HM. „Við höfum sett okkur það markmið að komast á lokakeppni HM og það er enn erfiðara en að komast á lokakeppni EM. Við þurfum að vinna riðilinn okkar og vinna svo sigurlið úr öðrum riðli á leið okkar þangað því það eru ekki nema fjögur eða fimm lið frá Evrópu sem komast á loka- keppnina, Þetta verður því mjög erfitt en það hefur verið styrkur okkar undanfarið að spila vel á heimavelli og vonandi heldur það áfram.“ Sigurður Ragnar er ekki smeykur þó svo að hann hafi þurft að gera breytingar á landsliðshópi sínum eftir að Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir og Katrín Ómarsdóttir forfölluðust. „Það er vissulega slæmt að vera án þriggja góðra leik- manna eins og staðreyndin er fyrir þetta verkefni. En sem betur fer eigum við góða leikmenn í staðinn og þeir fá tæki- færi núna. Maður hefur alltaf komið í manns stað hjá okkur og það verður þannig líka núna. Breiddin er að aukast hjá okkur og það er án vafa mjög jákvætt að geta bara kallað inn næsta leikmann og vita til þess að sá leikmaður er klár í slaginn. Ég veit því að við munum byrja með ellefu góða leikmenn inni á gegn Eistlandi,“ segir Sigurður Ragnar. SIGURÐUR RAGNAR EYJÓLFSSON: ER FULLUR TILHLÖKKUNAR FYRIR LEIKINN GEGN EISTLANDI Maður hefur alltaf komið í manns stað hjá okkur FÓTBOLTI Keflavík vann í gær 1-0 sigur á Grindavík en fyrrnefnda liðið hafði fyrir leikinn ekki fagn- að sigri í deildinni síðan í júlí. Það var Magnús Sverrir Þor- steinsson sem skoraði eina mark leiksins á 61. mínútu. Leikurinn fór afar rólega af stað en helst bar að Keflvíking- urinn Haukur Ingi Guðnason átti skot í slá í fyrri hálfleik. Grinda- vík byrjaði betur í seinni hálf- leik en heimamenn komust engu síður yfir þegar Magnús Sverrir skoraði eftir laglega sókn Kefl- víkinga. „Við fengum nokkur dauðafæri í seinni hálfleiknum en það er svekkjandi að hafa ekki náð að brjóta ísinn. Þá hefðu fleiri mörk fylgt í kjölfarið,“ sagði Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindvík- inga. - esá, egm Keflavík vann Grindavík: Langþráður sig- ur Keflvíkinga MAGNÚS SVERRIR ÞORSTEINSSON Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL Liverpool - Debrecen 1-0 1-0 Dirk Kuyt (45.). Lyon - Fiorentina 1-0 F-RIÐILL Inter - Barcelona 0-0 Dinamo Kiev - Rubin Kazan 3-1 G-RIÐILL Stuttgart - Rangers 1-1 Sevilla - Unirea Urziceni 2-0 H-RIÐILL Standard - Arsenal 2-3 1-0 Eliaquim Mangala (2.), 2-0 Milan Jovanovic, víti (5.), 2-1 Nicklas Bendtner (45.), 2-2 Thomas Vermaelen (78.), 2-3 Eduardo (81.). Olympiakos - AZ Alkmaar 1-0 Pepsi-deild karla FH 20 15 2 3 54-20 47 KR 20 13 3 4 46-26 42 Fylkir 20 12 3 5 37-23 39 Fram 20 9 4 7 37-30 31 Keflavík 20 7 8 5 30-34 29 Breiðablik 20 8 4 8 33-33 28 Stjarnan 20 7 4 9 41-36 25 Valur 20 7 4 9 24-36 25 Grindavík 20 6 4 10 33-38 22 ÍBV 20 6 4 10 21-36 22 Fjölnir 20 3 5 12 26-44 14 Þróttur 20 3 3 14 20-46 12 ÚRSLIT FÓTBOLTI FH-ingar fögnuðu ekki Íslandsmeistaratitlinum á æfingu í gær því KR á enn þá möguleika á því að ná þeim eftir 2-0 sigur á Blikum í Kópavoginum. KR er þar með fimm stigum á eftir FH þegar sex stig eru eftir í pottinum. KR-ingar höfðu heppnina með sér framan af leik á móti Blikum en þegar á leið tók Vesturbæjarliðið völdin og landaði góðum sigri. Eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem bæði lið fengu góð færi kom Gunnar Örn Jónsson KR yfir í leiknum með þrumuskoti rétt fyrir hálfleik. „Ég negli bara þegar ég hef tíma og sé markið. Það var blautt úti þannig að það var um að gera að skjóta á markið,“ sagði Gunnar Örn sem var ekki mikið að hlusta á það þegar það var púað og kallað á hann úr stúkunni. Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrirliði KR, innsiglaði síðan sig- urinn með góðu skallamarki en eftir markið hans var allt bit farið úr Blikum. „Þetta var kærkominn sigur eftir bikarleikinn á laug- ardaginn. þetta var líka flottur sigur hjá okkur, við sýndum kar- akter og börðumst allan tímann,“ sagði Grétar eftir leikinn. KR á enn möguleika á Íslandsmeist- aratitlinum en til þess þarf liðið að vinna upp fimm stiga forskot FH í síðustu tveimur umferðun- um. „Ég veit ekki hvort við eigum einhverja von á titlinum því ég hef ekki séð Valsara svona slaka í langan tíma. Mér finnst þeir vera búnir að gefast upp og ég hef enga trú á þeim á móti FH,“ sagði Grétar. „Við ætlum að klára þessa tvo leiki sem eftir eru og tryggja okkur í það minnsta annað sætið. Auðvitað vonar maður að Valur geri eitthvað en miðað við hvern- ig þeir eru búnir að vera í sumar þá eru þeir búnir að gefast upp,“ sagði Grétar. „Ég held að úrslitin hafi alveg verið sanngjörn,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eftir leikinn og hann sagði liðið sitt ekk- ert vera með hugann við bikarúr- slitaleikinn. „Við erum auðvitað ekki að bíða eftir bikarúrslita- leiknum, við erum ekki búnir að ná markmiðunum okkar í deildinni og meðan svo er þá reynum við að keppa að þeim,“ sagði Ólafur. - óój Grétar Sigfinnur Sigurðsson, fyrirliði KR, var ánægður með sigur 2-0 á Blikum í Kópavogi í gær: Ég hef enga trú á Valsmönnum á móti FH MARKAHETJAN Gunnar Örn Jónsson fer hér framhjá Kristni Jónssyni, leikmanni Blika. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Stórliðin Inter og Bar- celona skildu í gær jöfn í marka- lausum leik í Meistaradeild Evr- ópu í gær þegar fyrstu umferð riðlakeppninnar lauk. Ensku liðin Liverpool og Arsenal unnu bæði nauma sigra í sínum leikjum. Það var beðið eftir leik Inter og Barca með mikilli eftirvænt- ingu, sérstaklega þar sem félögin skiptu á sóknarmönnunum Zlatan Ibrahimovic og Samuel Eto‘o. Sá fyrrnefndi leikur nú með Barca og fannst sínir menn betri í leiknum. „Barcelona spilaði betur í þessum leik,“ sagði Zlatan sem fékk þrátt fyrir allt ekkert svo slæmar viðtökur hjá stuðningsmönnum Inter, eins og margir bjuggust við. „Ég átti ekki von á neinu sérstöku. Ég hafði heyrt orðróm um að það yrði púað á mig en það reynd- ist svo ekkert alvarlegt. Ég var mjög einbeittur í leikn- um sem gekk vel,“ bætti hann við. „Það er mín skoðun að við spiluðum betur en það er ágætt að hafa náð stigi hér. Inter er með nokkra nýja leikmenn í sínu liði og virðist liðið þétt- ara en á síð- asta tíma- bili.“ Zlatan fékk nokkur færi í leikn- um sem og Lionel Messi en allt kom fyrir ekki. Greinilegt var að Jose Mourinho, stjóri Inter, lagði höfuðáherslu á að verjast í leikn- um en heimamenn reyndu að sækja meira í síðari hálfleik. Bæði Wesley Sneijder og Dejan Stank- ovic áttu fínar marktil- raunir. Dirk Kuyt skoraði eina mark Liverpool gegn ungverska liðinu Debrecen á heima- velli í gær. Mark- ið kom í lok fyrri hálfleiks. Jamie Carragher, leikmað- ur Liverpool, sagði sína menn hafa verið langt frá sínu besta í leiknum. „Við spiluðum ekki vel og vitum við það vel. Við unnum bara 1-0 en við vildum fyrst og fremst landa sigrinum eins og við viljum komast upp úr þess- um riðli eins snemma og mögulegt er,“ sagði Carrag- her. Rafa Benitez, stjóri Liver- pool, var nokkuð sáttur við sína menn. „Við fengum þrjú eða fjögur góð færi og þetta hefði gengið betur hefðum við nýtt fleiri færi. En aðalatriðið var að fá þrjú stig.“ Arsenal lenti í miklum hremm- ingum strax í upphafi síns leiks gegn Standard Liege í Belgíu. Heimamenn komust í 2-0 forystu strax eftir fimm mínútur. Nicklas Bendtner minnkaði mun- inn í lok fyrri hálfleiks og þeir Thomas Vermaelen og Eduardo skoruðu mörk Arsenal með stuttu millibili undir lok síðari hálfleiks. Mark Vermaelen þótti afar umdeilt og þá var banni Eduardo aflétt fyrir skömmu. Hann hafði áður verið dæmdur í tveggja leikja bann í Meistaradeildinni vegna leikaraskapar. „Við vorum hægir í upphafi leiksins og þeir nýttu sér það,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsen- al. „Svona lagað getur hent öll lið í heiminum en menn þurfa að leggja mikið á sig til að vinna svona öflugt lið og það er það sem við gerðum. Við lögðum allt í sölurnar og var mikilvægt að ná að minnka muninn í fyrri hálfleik. En þetta var afar erfiður leikur.“ eirikur@frettabladid.is Mourinho hafði stig af Barcelona Ítalíumeistararnir í Inter héldu jöfnu gegn Evrópu- og Spánarmeisturum Barcelona á heimavelli í Meistara- deild Evrópu í kvöld. Greinilegt var að Jose Mourinho, stjóri Inter, lagði höfuðáherslu á varnarleikinn. SKORAÐI Í HEIMALANDINU Belginn Thomas Vermaelen skoraði jöfnunar- mark Arsenal gegn Standard Liege. NORDIC PHOTOS/AFP LEGGUR LÍNURNAR Jose Mourinho ræðir hér við sóknarmanninn Samuel Eto‘o í leik Inter og Barcelona í gær. NORDIC PHOTOS/AFP > Lítið gengur hjá Reading Ekkert virðist ganga hjá Reading í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Í gær tapaði liðið fyrir Cardiff á heimavelli, 1-0, og hefur aðeins unnið einn af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni. Það eru góðar fréttir fyrir Íslendinga að hinn ungi Gylfi Sigurðsson hefur átt fast sæti í byrjunarliði Reading í undanförnum fjórum leikjum og lék hann allan leikinn í gær. Ívar Ingi- marsson var á bekknum hjá Reading en hann er nú að jafna sig eftir erfið meiðsli. Brynjar Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Reading en hann á við meiðsli að stríða.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.