Spegillinn - 01.12.1947, Side 9

Spegillinn - 01.12.1947, Side 9
SPEGILLINN Jólabækur ísafoldar 1947 Bókaverzlun Isafoldar 1. Sögui* ísafoldar. Björn lieitinn Jónsson var snillingur á íslenzkt mál og bókmennta- smekkur lians góður. Sögurnar, sem liann þýddi í Isafold, Iðunni gömlu og víðar, náðu alþjóðarliylli og liaft menn spurt um endurprentun á þeim árum saman. Nú verður endurprentað úrval þessara sagna, sem Sigurður Nordal velur. 1. bindi kemur út fyrir jólin. ' 2. Dalalíf II. Fyrir jólin í fyrra kom út bók eftir íslenzka alþýðukonu, sem vakti óskipta atbygli og góða dóma. Það var Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi. Fyrir þessi jól kemur niðurlag bókarinnar. 3. Virkið í norðri. Þessi bók hefir vakið meira umtal en nokkur önnur íslenzk bók á síðari árum. Fyrri hlutinn kom í vor. Nú kemur niðurlag bókarinnar og mun vekja ekki minni athygli en fyrri lilutinn. 4. Úr byggðum Borgarfjarðar II. Allir kannast við fræðimanninn Kristleif Þorsteinsson á Stóra-Kroppi. Nú fyrir jólin kemur annað bindi af ritum hans: Ur byggðum Borgar- fjarðar. 5. Bænabók. Bænir frá öllum öldum kristninnar. Síra Sigurður Pálsson í Hraungerði býr bókina undir prentun. Til bókarinnar hefir verið vandað sem bezt mátti verða, og meðal annars eru birtar myndir af nokkrum fegurstu gripum íslenzkra kirkna frá miðöldum. 6. Vinir vorsins. Barnabók eftir Stefán Jónsson, vinsælasta rithöfundinn, sem nú ritar barnabækur. Fjöldi gullfallegra mynda eftir Halldór Pétursson. 7. Æfintýri og sögur. Eftir Ásmund IJelgason frá Bjargi. Falleg æfintýri, sem hafa gengið og munu ganga mann frá manni, skráð og óskráð. 8. Leyndardómar Indlands. Stórmerk bók eftir Brunton. 9. Á langferðaleiðum. Ferðasögur eftir Guðmund Daníelsson rithöfund. Á árinu 1946 fór Guðmundur til Bandaríkjanna, ferðaðist þar frá hafi til hafs og lenti í ýmsum skemmtilegum æfintýrum. Frá þessum æfintýrum er sagt í bók hans. 10. Frú Bovarv. •/ Eftir Gustave Flaubert. 11. Borgfirzk ljóð. Ein þeirra bóka, sem mesta eftirtekt munu vekja á þessu hausti. 12. Lassi. Skemmtileg drengjasaga. Og margar fleiri ágætar bækur.

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.