Spegillinn - 01.12.1947, Blaðsíða 14

Spegillinn - 01.12.1947, Blaðsíða 14
 194 SPEGILLINN LANDBÚNAÐARJEPPAR hafa fyrir nokkru fengið auka-benzínskammt, samkvæmt dagskipan skömmtunarstjóra. Hefur þetta vakið mikla ánæg'ju hjá mannfólkinu, en kýrnar láta sér hinsvegar fátt um finnast og kvíða fyrir næsta sumri í þeim sveitum, þar sem það var komið í móð að menn ráku þær í hag- ann með tilstyrk jeppanna. HÁTTVIRTIR Sameinuðuþingmenn vorir komu úr vesturför sinni um miðjan nóv- embei’, og kom þá í ljós, að þeir höfðu allir haft konur sínar með sér, hvað sem öllum gjaldeyrisvandræðum líður. Þetta þótti mörgum óþarfi, en aðgætandi er nú samt, að köld eru jafnan kvenna ráð, en þingmennirnir þurftu fyrst og fremst að vera kaldir þarna, og að eigin sögn hefur þetta tekizt með þeim ágætum, að þeir hafa jafnan farið eftir sannfæringu sinni og hvergi látið draga sig í dilk. STÁLÞRÁÐURINN, sem undanfarið hefur verið rækilega reyndur á ýmsu og m. a. náð snilldarlega upp rollujarmi, Hjöi-vari og öðrum náttúruhijóðum, hefur ekki reynzt að sama skapi vel, er hann kom i þinghelgina, enda er þar við erfiðari hljóð að etja. Ku það jafnvel hafa komið fyrir, að ræður kommanna hafa komið aftur úr þræðinum sem lofgerð um Bjarna Ben. Nú hefur verið reynt að taka ræðurnar upp á svokallaðan scigte- vals, og komu þá óbrjálaðar, eða réttara sagt jafnbrjálaðar og þær komu úr ræðumönnum. FORSETINN í Mexico var fyrir nokkru sektaður um fjórar krónur, fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að færa nýfæddan son sinn inn á manntalið. Af þessu má það læra, að engin skömmtun sé í Mexico, annars hefði forsetinn liklega verið fljótur að fá seðla út á þessa fjölskylduviðbót. Þess í stað borgaði hann sektina brosandi, með fjórum krónuseðlum. FLUGFÉLAG ÍSLANDS hefur tekið upp þá nýjung að skíra allar vélar sínar íslenzkum hestanöfnum, svo sem til heiðurs við þarfasta þjóninn og forföður traktorsins. Skulu öll nöfnin enda á -faxi. Ekki var þó í þetta ráðizt fyrr en sprenglærður maður hafði samið lista með eitthvað á annað hundrað slíkum nöfnum, til þess að tryggja félaginu, að það yrði ekki í nafnahraki fyrst um sinn. Heyrt höfum vér, að fyrsta vélin verði skírð Lúrífaxi. DALTON, fjármálaráðherra Breta, lenti í þeirri ógæfu, í síðasta mánuði, að kjafta í blaðasnáp nokkurn efni fjáraukalagaræðunnar, sem hann ætl- aði að fara að halda, og snápurinn var þá eiginlega ekki lengi að drauja upplýsingunum á prent. Bað ráðherrann þegar afsökunar á þessari hrösun sinni og sagði af sér samstundis. Ekki er ofsögum sagt af íhaldssemi Breta. Fyrir hálfum mannsaldri þótti það engum tíðind- um sæta hér, ef Jónas gamli skrifaði óvinum sinum meinleg bréf í embættisnafni, sem viðtakandi var búinn að lesa í Tímanum daginn áður. Og ekki sagði Jónas af sér fyrr en hann þurfti. ELÍSABET prinsessa hlaut sokkabandsorðuna að gjöf frá föður sínum nokkru áður en hún inngekk í hið margumtalaða heilaga hjónaband. Sá er galli á þessari orðu, að hún er ekki nema á aðra löppina, og þetta hefur kóngur líka fundið, því að daginn fyrir brúðkaupið gaf hann Filpusi sömu orðu. Mun vera meiningin, að þau skiptist á að nota báðar orðurnar, þegar þau fara í stáss, og þarf þá ekki nema annað að vera með sokkana niðrum sig. ENGIN JÓLATRÉ verða í ár hér á landi, og þykir mörgum súrt í broti, vegna barn- anna. Er fjárhagsráð nú sem óðast að hugsa út eitthvað, sem geti komið í stað þessa húsgagns. Oss finnst, hvað höfuðstaðinn snertir, að minnsta kosti, þá gætum vér látið oss nægja tréð, sem borgin fékk gef- ins í fyrra og kostaði ekki nema rúmlega 20 þúsund krónur, um það leyti, sem það hafnaði á sorphaugum vorum. BÆJARSTJÓRN hefur samþykkt allvíðtækar breytingar á rekstri strætóanna, og hef- ur vakið óskipta ánægju, er það fréttist, jafnvel löngu áður en nokkur vissi, hverjar breytingarnar voru, þar sem öllum var það ljóst, að ekki var hægt að breyta rekstrinum nema til batnaðar. REYKVÍKINGAFÉLAGIÐ hefur í hyggju að koma af stað allsherjar-örnefnasöfnun innan endimarka höfuðstaðarins. Morgunblaðið getur lofsamlega um þessa framtakssemi og lætur þess um leið getið, að félagið eigi eftir að koma mörgu góðu til leiðar.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.