Spegillinn - 01.12.1947, Page 16

Spegillinn - 01.12.1947, Page 16
196 SPEGILLINN — Ég- elska þig alltaf, sagði ég. Ég reytti ekkert strá. — Það er gat á sokknum þínum, sagði hún. — Já, sagði ég. — Þegar við erum gift, þá skal enginn lengur sjá gat á sokknum þínum, sagði hún. — Nei, sagði ég. — Þá skal enginn lengur sjá gat á sokkn- um mínum. — Hafa aðrar stúlkur en ég séð gat á sokknum þínum? s-agði hún og reis upp og hætti að reyta upp strá. Ég sá það á fellingunum á enni hennar, að hún var að hugsa um eitt- hvað sérstakt. — Nei, sagði ég hikandi. — Það held ég ekki. — Þú hefur aldrei sagt mér frá því, að þú hafir kynnzt öðrum stúlkum en mér. — Nei, það hef ég kannske ekki. — Hvað mörgum? — Kannske tveimur. Kannske einni. Kannske ekki einu sinni það. — Var betra að kyssa þær heldur en mig? Þótti þér eins vænt um þær og mig? — Nei. Ég elska bara þig. Mér hefur aldrei þótt vænt um neina aðra en þig. Hinar komu bara og fóru. Ég horfði á eftir þeim öllum út í myrkrið. Þær voru eins og laufblöðin á haustin, sem fjúka fyrir fætur ferðamannsins. Enginn veit hvaðan. Enginn veit hvert. Þá vissi ég ekki einu sinni, að ég var til. Hún vafði höndunum um háls mér og hvíslaði: — Ég skal alltaf stoppa sokkana þína. — En þú? spurði hún eftir nokkra þögn. — Ég ætla að brjóta okkur nýtt land, sagði ég. — Slétta það og rækta með höndum mínum og finna angan moldar- innar fyrir vitum mér. Angan þína og moldarinnar. Þú ert moldin. Þú átt að vera frjó eins og moldin. Upp úr moldinni vex nýr gróður og nýr gróður er vorboði. — Ég er svo hrædd, sagði hún og hjúfraði sig upp að mér. — Þú talar svo undarlega. — Þá fer ég í siglingar og safna handa þér auðæfum. Þú átt að bera fegurra skraut en nokkur íslenzk kona hefur bor- ið, svo að þú verðir fegurri en allar íslenzkar konur. Þú ert sú fallegasta stúlka, sem ég hef séð. Ég hef enga séð fallegri en þig. Þú ert fædd til að bera skart. — Þú talar svo undarlega, sagði hún og hjúfraði sig þétt- ar upp að mér. — Ég er hrædd við þig. Hrædd við þig eins og fjallið hérna. Ég hef alltaf haldið, að það byggju ein- hverjar óvættir í fjallinu, sem settu á mig álög. Stundum finnst mér fjallið tala. Og þá talar það eins og þú. Það talar svo undarlega, að ég skil það ekki. Nú er ég alveg viss um, að það talar eins og þú. Og þú ert f jallið. Og þú setur á mig álög. Eða fjallið. — Þvaður, sagði ég. — Fjallið getur ekki talað. Fjallið er dautt. Fjallið getur ekki lagt á neinn. — Ef þú ert ekki f jallið, þá ætlarðu ekki heldur að leggja á mig, sagði hún og hjúfraði sig fastar að mér. — Ef ég legg á þig, ætla ég að leysa þig aftur úr álögun- um. Ég ætla að koma aftur og leysa þig úr álögunum. Fyrst ætla ég að fara út í heiminn og verða frægur. Enginn getur orðið frægur, nema að fara út í heiminn. Ég ætla að fara út í heiminn og verða skáld og rithöfundur, og svo kem ég aft- ur og leysi þig úr álögunum. Og þá yrki ég jörðina eða sæki handa þér fjársjóði, svo að þú verðir fallegasta kona ver- aldarinnar. — Þú talar svo undarlega, sagði hún. — Það er enginn, sem talar eins undarlega og þú. Ég held áfram út í myrkrið. Ég og Bleikur. Stundum hras- ar Bleikur og þá hrekk ég upp úr.hugsunum mínum og veit ekki hvar ég er. Veit bara að ég er að fara út í myrkrið. Bleikur og ég. Eitthvað út í myrkrið. Án áfanga. Og myrkr- ið er svo svart. Mikið helvíti er það svart, maður. Svartara en síðast. Þá fórum við aðra leið. í aðra átt. Þá áttum við okkur takmark og náttstað. Þá var ég að koma frá því að sigra heiminn. En ég sigraði aldrei heiminn. Varð bara rit- höfundur. Svo fór ég að vitja hennar. Þá var ég á leið til hennar. Bleikur og ég — og myrkrið var svo svart. Við börð- um upp á Brekku. Bóndinn kom út. Hann hafði tekið saman hey um daginn. Ég sá það við daufa týruna, hvernig hálf heyvisk stóð upp úr buxnavasa hans. Hann þekkti mig ekki. Ég heyrði það á rómnum, þegar hann sagði mér, að Helga væri gift útgerðarmanni norður í landi. Svoleiðis útgerðar- menn búa alltaf norður í landi, sem taka frá manni elskuna manns. Eða þá austur á landi. Mér er sama. Nú er ég á leið þaðan. Ég og Bleikur. Út í svart myrkrið. Án áfanga. Kannske til eilífðar. Hver veit. orn um áfengt öl, sem menn eru þegar farnir aö drekka í huganum. Svarti dauði er ekki lengur Islands mesta böl. Ölið nýja er stærsta þjóðar nauðin. Svarti dauði er sterkari en áfengasta öl, en ölið það er hættulegra en Dauðinn. SVB. orn um hina sálfrœöilegu hl£S klukkusláttar. Andvaka á kvöldin ég legg mig í líma að látast ei heyra, er klukkan slær eitt og liugsa um það: fyrir heilum tíma liefði hún átt að slá — ekki neitt. SVB. BANDALAG Starfsraanna Ríkis og' Bæja hefur nýlega samþykkt tillögu þess efnis að koma upp rannsóknarstöð, þar sem prófaðir verði hæfileikar allra nýrra manna í opinberri þjónustu. Verði úr framkvæmdum — sem lítil hætta er á — kostar þetta það opinbera nýtt upptökuheimili fyrir alla þá, sem óhæfir reynast, en þurfa samt að vera á opinberu framfæri, og er spáð, að þar muni brátt verða setinn bekkurinn. ALÞÝÐUSAMBANDSÞINGIÐ samþykkti fyrir nokkru að skora á Alþingi að stofna ríkistónlistar- skóla, sem bendir til þess, að sá núverandi þyki fátæklegur. Einnig gefur þetta í skyn, að talkórarnir, sem kommarnir voru að stofna til, hérna á árunum, hafi ekki fullnægt listaþörfinni.

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.