Spegillinn - 01.12.1947, Qupperneq 17

Spegillinn - 01.12.1947, Qupperneq 17
SPEGILLINN 197 Hafta- og fjárfestmgarannáll Anno MCMXLVII Fræðaþulir og vísendamenn hafa nefnt þetta ár ið fyrsta innar síðari herleiðingar. Hófst, sem mörg önnur og flest þó, með almennilegri innanslæmsku og höfuðverkjum, en þó sér- deilislega í inum stærri stöðum, svo sem Reykjavík, Blöndu- ósi og Höfðakaupstað, en þar höfðu menn haft ölheitur mikl- ar um áramótin. Hlutust af væringar óklénar og fengu valds- menn engu um þokað, er vald þeirra reyndist lítið. Um þrett- ánda jóladag götvar borgmeistari Reykjavíkur jólatré Kobba bílstjóra utan borgarmúranna; sér haug þess enn í dag og er sorphaugur. Fékk landið nýja og betri regeringu í önd- verðum februario og vóru á höfuð vi. Gaf regering sú út mörg loíorð um íhelslátt dýrtíðargláms, er legið hafði sem farg eitt eður landplága á mannfólkinu, en efndir urðu óríflegar. Kölluðu þjóðhöggvingar regeringu þessa landráðamenn, og þótti til sanns vegar færa mega, er þeir réðu landi öllu. Stol- ið vi tylftum skammstykkja í Keflavík suður og sló felmtri á landslýð allan, er menn óttuðust nýja sturlungaöld, en hún kom þó eigi fyrr en síðar á árinu, sem enn segir. Obitus vest- an hafs A1 Capones, er mestur hefur þótt fyrir sér af síns stands mönnum þar vestra. Hóf ungur brugg og innflutning strangbýrs og annars mungáts, en sá næringarvegur var þá í inni mestu niðurníðslu, þar til er A1 hóf hann til vegs og virðingar með aðstoð göngumanna sinna, er gangsters nefn- ast þar í álfu. Hlóðust brátt á A1 margskonar trúnaðarstörf, sat í hreppsnefnd Flóríduhrepps xv ár, en oddviti x ár og sýslunefndarmaður jafnlengi. Var einnig heiðurslimur áfeng- isvarnarnefndar hrepps síns — boðinn á alþjóðaþing bind- indismanna, en fór ekki. Sálaðist áður en hann yrði kosinn í Hallgrímsnefnd. Þar um eigi meira. Almennileg prestaekla um land allt, og höfðu xvi köll kall- að forgefins, á öndverðu ári. Hófust orðræður meðal valds- manna um að snöggsjóða fróma menn en ólærða til þessara starfa, en framkvæmdir urðu engar. í þess stað haldnar al- mennilegar prestastefnur fyrir land allt og líflegir sóknar- nefndarfundir í Reykjarvík, hvar klerki var brugðið um kettarí, en þó eigi brenndur, er bensínskömmtun var þá um land allt. Berast bréf frá dönskum út hingað; höfðu áður þegið gjafaböggla marga utan héðan, en nú var sá ljóður á orðinn, að bögglar þessir innihéldu minna tóbak en áður, og stöfuðu af því skrif þessi, en þau vóru öll hin dreissugustu, svo sem danskir plaga. Létu landsmenn hart mæta hörðu og heimtuðu Grænland aftur af dönurn. Hálf tylft íslendinga heiðruð og krossfest af Svíakóngi, þeirra merkastur Guð- laugur Rósinkrans, en hinir aðrir ómerkari. Almennilegar kosningar til Alþingis í Garðaríki, sem einnig er nefnt Rússíá. Var það að ágætum haft, að einn frambjóðandi, Jós- ep Djúgasvili úr Georgíukötlum, hlaut öll atkvæði í kjör- dæmi sínu og nokkur fleiri þó. Var þó aðeins skósmiðs sonur. Heimsókn matvælaráðherra Breta á flýgildi út hingað; þustu fyrirmenn til fundar við hann um miðja nótt, hlaðnir ket- skrokkum og öðru lostæti. Um þær mundir varð landið einn- ig fyrir heimsókn töframanns eins ramfornesks utan úr þeim inum stóra heimi (danmörku), dáleiddi hann menn og konur með þeim ágætum, að allir liðir þeirra stirðnuðu og máttu ýmsir ganga til hvílu með hendur á hnakka. Tillaga Jónasar um legsteina yfir vii skáld þjóðarinnar, er látizt höfðu úr hungri í hesthúskofum og þaðan af óveglegri híbýlum. Skyldu steinar þessir gervir úr guðjónspússi. en sú steintegund er nú frægust hérlend. Hlaut þetta þó eigi samþykki Alþingis, er þingheimi þótti nóg um ábata Guðjóns og frama á öllum sviðum, svo vel meo innlendum sem erlendum. Reist fiskiðju- ver við Reykjarvík á Hólmsgarði. Er fiskurinn þar plokkað- ur, saxaður, soðinn og kryddaður, en undirmálsfiskur pakk- aður inn í Arf Islendinga, áður en hann er til útlanda skikk- aður. Þótti þetta að vonum in mesta framför, en áður hafði allur fiskur verið hertur eða ýldur og olll magaslæ asku í löndum pápiskra. Húsbrot á Siglufirði noröur, er þak á mjöl- skemmu einni nýrri og dýrri féll niður með braki. Kenndu sumir snjóþyngslum en aðrir Áka, er fyrir þessu hafði ráðið og þótti meira hugsa um fálkurútgerðir en hag og síld almúg- ans. Stofna bakarar rúgbrauðsgerð á samvinnugrundvelli; kemur þaðan stórt hundrað þrumara á mínútu hverri og truflar starfsemi Veðurstoíunnnr, en hún sendi stjóra sinn í vesturveg á þessu ári, til úrbóta inum gressilega rosa á Suðurlandi. Kom fyrir ekki og hröktust töður bænda, til stór-

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.