Spegillinn - 01.12.1947, Side 29
SPEGILLINN
209
draga úr flóðinu, unz allt var orðið þurrt aftur. Eftir hvíld-
ina þarna fór ég til Argentínu.
— Þér eruð máske fyrsti fjármálamaður hérlendur, sem
þangað ffer í verzlunarerindum?
— Eiginlega fór ég ekki þangað í verzlunarerindum, held-
ur í markaðsleit. Mér datt sem sé í hug, að máske væru
möguleikar á að selja eitthvað af kjöti þar syðra, því við
hljótum að flytja eitthvað út, þegar landnám vort og byggða-
hverfi hafa gefið góða raun. En þarlendlr menn sögðu mér,
að þjóðin hefði byggt upp svo góðan landbúnað, með fram-
leiðsluráðum og öðrum nýtízku aðferðum, að ekki væri unnt
að fá allt kjötið étið innanlands, jafnvel ekki með niður-
greiðslum, sem þó hefðu ekki verið reyndar. — Svo fór ég
til Tasmaníu.
— 1 verzlunarerindum eða markaðsleit?
— Ég kom þar bara við á leið minni til ítalíu, en svo ein-
kennilega vildi til, að daginn sem ég kom þangað átti að
steypa stjórninni, en af því varð ekki, þegar til kastanna
kom, svo forsætisráðherrann vildi ekki að ég færi úr landi
fyrst um sinn, en ég hafði ekki tíma til að dvelja þar lengi
og lofaði að koma aftur, sem ég ætla mér að efna, ef ráðu-
neytið verður þá ekki fallið, áður en ég get komið því við.
— Á Ítalíu hafið þér víst haft mikið að starfa, meðan þér
stóðuð við, sagði blaðamaðurinn.
— Ekkert smáræði, skal ég segja yður. Okkur Hallbjörgu
hefur lengi langað til að eignast sumarbústað fyrir sunnan
Alpafjöllin. Þar er gott að vera í rigningasumrum, ég meina
þegar rigningasumur eru hér, en ekki þar. Svo er konan mín
líka svo mikið gefin fyrir listir, eins og þér áreiðanlega vit--
ið, en þarna suður frá er alltaf ein samanhangandi septem-
bersýning og stöðug músík frá morgni til kvölds, bæði í
óperuhöllinni í Mílanó og austurbæjarbíóinu í Feneyjum. Ég
keypti bústaðinn og hélt svo heim, eftir að ég var búinn að
athuga, hvað við gætum eiginlega fengið fyrir lírurnar okk-
ar, en svona rétt til prufu tók ég nokkrar góðar og billegar
ritvélar, því það er alltaf verið að auglýsa eftir þeim hér
heima. Á leiðinni norður álfuna kom ég svo við í öllum betri
borgunum — og nú er ég kominn heim, eins og þér sjáið. En
gleymið nú ekki að hafa það eftir mér í viðtalinu, að það
langbezta við allt ferðalagið hafi verið að koma heim aftur.
— Fyrir mitt leyti held ég að meira gaman sé að fara að
heiman, sagði blaðamaðurinn, sem alltaf hafði langað westur
og svo í Lorelei-klúbbinn, en auðvitað líka í hitt loreleiið.
— En hvað segið þér um ástandið hér heima? Nú fer að
styttaet til jólanna og ýms vandamál eru enn óleyst.
— Þetta verða að öllum líkindum dauf jól, úr því engin
jólatré á að flytja inn, en vandamálin leysast af sjálfu sér,
þegar búið er að samræma allar tillögur til úrbóta, sem fram
hafa komið. Raunhæfar aðgerðir eru það eina, sem dugir.
Á þeim hef ég grundvallað mína velmegun og þá ætti þjóðin
að geta það líka.
Bob á beygjunni.
ÞEGAR KLUKKUNNI
VAR SEINKAÐ
Aldir af öldum tíminn áfram tifar
í takt við músík liimingeimsins stjarna.
Sinnti hann ei á sinni skyldu reisu
sífelldu Iieimskukvabbi jarðarbarna.
— Stattu nú kyr, ó stígðu spor til baka,
stundum, — ó bezti flýttu þér að líða.
Tjáir þó ei að tryllast eða kvarta,
tíminn vill livorki flýta sér né bíða.
Þar til í nótt, að tíminn loksins tapar
takti við músík liiminsgeimsins stjarna.
Þó hann sé kaldur, stóðst bann ekki snúning
stjórnkænsku þeirra Eystyins, Jóa og Bjarna.
Kei.
HÚNVETNINGAR
og- Skagfirðingar hafa gert með sér hrossasölusamlag', sem hefur
það markmið að drepa hrossin og selja þau síðan í smásölu. Hafa um
700 þörfustu þjónarnir þeg'ar látið lífið fyrir aðgerðir samlagsins. Eru
nú taldar horfur á, að hross i þessum sýslum séu horfin frá samvinnu-
hreyfingunni og ætli að kjósa íhaldið næst. Skal þeim það síður en svo
láðþegar samvinnan fer að útarta sig' svona.
NÝ AÐFERÐ
hefur verið tekin upp í danmörku til að veiða fisk í ám og vötnum.
Er fiskurinn rotaður með rafmagnsstraum, og raknar ekki úr rotinu
fyrr en á pönnunni. Enda þótt sjálf Rafmagnsveita Reykjavíkur ráði
yfir Elliðaánum, munu þarbúandi laxar ekki þurfa neinu að kvíða,
fyrst um sinn, að minnsta kosti ekki meðan þingmennska Olafs Thors
þarf að skrimta á rafmagni héðan, og spennan náttúrlega eftir því.
Hins vegar mega þeir kannske fara að biðja fyrir sér, þegar hin góð-
kunna toppstöð tekur til starfa.