Spegillinn - 01.12.1947, Qupperneq 30
21G
SPEGILLINN
Síldarjól
Það má rétt aldeilis hafa verið stuð fyrir ríkisstjórnina
— sem kommarnir kalla hrunstjórn — að vera búin að leggja
í stórræði eins og það að hálsbrjóta guðfræðideild Háskóla
vors, til þess að geta stofnað Fjárhagsráð (sem margir kalla
Fjáransráð), og svo skuli síldin koma og rugla öllum útreikn-
ingunum í einn graut, en áður voru þeir svo þunnir, að þeir
minntu meir á súpu. Þessi litli fiskur — sem þó er aldrei kall-
aður fiskur — er frægur fyrir duttlunga sína, og hefur vafa-
laust verið að flækjast hérna í Flóanum alla þá stund, sem
sögur fara af, og miklu lengur þó — allt þangað til Fjár-
hagsráðið var komið á laggirnar, þá gat hann ekki lengur á
sér setið, en kom upp á yfirborðið, til þess að kíkj?. á þetta
einstaka fyrirbrigði. Afleiðingarnar af forvitninni urðu eins
og við mátti búast. Síldin gat ekki komið á óheppilegri stund
(fyrir sjálfa sig) en hún gerði, þar sem allir útgerðarmenn
og nótabassar voru í hinu fúlasta skapi og tilheyrandi krígs-
húmör, eftir sumarvertíðina, og svo fór að síldin varð að
láta lífið fyrir fyrirhyggjuleysi sitt og forvitni. En Fjár-
hagsráðið getur verið stolt af hinu, að aldrei í sögunni hefur
safnazt saman önnur eins glás af síld eins og þarna kom sam-
an til þess að glápa á ráðið. Og uppgripin urðu líka að sama
skapi. Þarna var síldinni ausið upp úr sjónum, dag og nótt,
svo að sjómenn höfðu varla tíma til að gleypa í sig kaffi-
aukaskammtinn, og svo er sagt, að einn báturinn hafi alls
ekki notað nót sína, heldur háfað síldina upp úr sjónum,
milliliðalaust. Ekki vil ég samt taka ábyrgð á sögunni, því
að þegar spakmælið segir, að hægt sé að ljúga á styttri leið
en frá Flórída til Keflavíkur, meinar höfundurinn einmitt,
að hægt sé að kríta liðugt frá Hvalfirði til Reykjavíkur. —
Hvað um það; með öllum þessum uppmokstri urðu brátt
vandræði með flutninga á veiðinni, því að nú stóð einmitt
svo á, að síldin hafði þannig fyrir lagt í sínu testamenti, að
hún vildi láta bræða sig á Siglufirði og hvergi annarsstaðar,
og þótti sjálfsagt að verða við þessari síðustu bón, eins og
líka er plagsiður og hann góður. Hér hefði því allt farið í voll
og vitleysu, hefði ekki forstjóri einn tekið það upp hjá sjálf-
um sér’ að útvega eitt stórskip, er hér var statt, til flutning-
anna. (Þegar þetta er ritað, liggur það með slagsíðu í land-
vari á Patreksfirði.) En þegar svona tregt gekk með flutning-
ana, fundu forráðamenn það út af eigin hyggjuviti, að það
gæti verið sterkur leikur að auka veiðihraðann, og hófust
samningar við Vestmannaeyinga, hvort þeir vildu ekki lána
kjörgrip sinn, sandpumpuna, til að aðstoða við veiðarnar.
Tóku Eyjaskeggjar vel í þetta, en þá risu upp gamlir og
reyndir sjómenn og bentu á þá staðreynd, er hingað til hafði
dulizt höfðingjum, að ekki hastaði fyrst og fremst með að
ná síldinni upp úr sjónum, en aðalatriðið væri þó, að við
þessar aðgerðir myndi síldin fá sand og skít í tálknin, sem
væri hinn mesti háski. Vitnuðu til þekktra ræðumanna, sem