Spegillinn - 01.12.1947, Qupperneq 32

Spegillinn - 01.12.1947, Qupperneq 32
212 SPEGILLINN stöðva eitthvað hrunið og lengja þannig líftóru þjóðarinnar, og stóð strax mikill styr um hana. Þar sem Hvalfjarðarsíldin er pólitísk síld, eins og allir vita, enda þótt það sé fátítt um sjávardýr, þá töldu sumir hana stjórnina, aðrir ekki. Þjóð- viljinn taldi hana hatramman stjórnarandstæðing, en Alþýðu- blaðið einlægan stjórnarsinna. En ,,hvað sem um það er“, eins og Magnús dósent tekur víða til orða í áðurnefndri Fjár- hagsráðsskýrslu um Hallgrím sáluga, þá virðist síldin ætla að lama kreppuna að meiru eða minna leyti, sem ríkisstjórn vor var þó búin að hafa svo mikið fyrir að koma á fót, að því er Þjóðviljinn tér oss. Því eins og vér vitum nú, sem lesum Þjóðviljann, þá gerði hin nýja stjórn vor, „hrunstjórnin“, aukna kreppu að sínu aðalstefnuskrármáli. Vakir aðallega fyrir henni að „skapa atvinnuleysi, hrun og Öngþveiti í at- vinnulífinu, bölsýni og kjarkleysi með þjóðinni“. Eins og sjá má er þetta stórhuga stefnuskrá á einu kjörtímabili og gæti heyrt undir eins konar ,,nýsköpun“. Sem stjórnarsinna finnst oss ótugtarlegt af síldinni að vinna nú gegn stefnuskrármál- um stjórnarinnar. En ekki er hún lieldur kommúnistum trú, því að hún seinkar fyrirætlun þeirra, að koma þjóðinni á vonarvöl með viðhaldi verðbólgunnar. Þetta er yfirleitt mjög ótrú og illa innrætt síld, eins og Árni Friðriksson raunar hef- ur frætt oss um. Sem dæmi um, hvað óútreiknanleg hún er, þá er þessi síld frekar lítil vexti, en kvað hafa aftur miklu fleiri hryggjarliði en stærsta hafsíld. Að vísu er þetta strang- fiskifræðilegt atriði og jafn óskiljanlegt almenningi eins og Morgunblaðinu „Snæljósin yfir Mýrdalsjökli“. Um þessa hryggjarliðamörgu sild hefur ennfremur upplýstst, að hún sé bæði vor- og sumargotssíld og því auðsjáanlega mjög laus- látur fiskur. Ekki voru heldur uppörvandi upplýsingarnar um tryggð hennar við Hvalfjörðinn, þar eð Árni Friðriksson gat þess, að hún myndi sennilega ekki sjást hér aftur á þess- ari öld. Ef við sitjum eftir með tómar síldarverksmiðjur um allt Suðurland, þá er það þessari hrygglöngu smásíld að kenna. En ef vér hlýðum bölsýnisspádómi fiskifræðingsins og byggjum enga verksmiðjuna, er sildin vísust að fylla hér alla firði næsta haust, og þá er það Árna að kenna. Fyrir utan það, að kommúnistar og íhaldið verða náttúrlega að fá sinn hluta af skömmunum, enda sjálfsagt hvorirtveggja vel að þeim komnir. Alþingi vort, sem hefur verið eitthvert hið skeleggasta síðustu þúsund árin í umræðunum um sterka og veika (sem þó eru ofsterkir fyrir templara) drykki. hefur að öðru leyti verið óstarfhæft, og er það náttúrlega fyrst og fremst komm- únistum að kenna, sem eru þeir einu, sem þora að koma fram með frumvörp, af því að þeir vita sem er, að þau verða öll felld. Stjórnarfrumvarpið um dýrtíðarmálið er alltaf aðeins rétt ókomið, það finnast alltaf í því nokkrar stafavillur við nánari yfirlestur, og eins er víst kommusetningunni ennþá ábótavant, en hún þarf að vera í bezta lagi, því að annars má búast við snarpri árás frá kommunum. Annars veit enginn ennþá nema Einar Olgeirsson, hvernig stjórnin ætlar að lækna þessa miklu bólgu, og allra sízt stjórn- in sjálf. En Einar er líka í stjórnarandstöðunni, og góð stjórnarandstaða á alltaf að vita á undan stjórninni, hvað stjórnin ætlar að gera. Og þori hú-n nokkurntíma að birta þetta margleiðrétta frumvarp, þá er nú ekki von á góðu. Það eru í stuttil máli samkvæmt upplýsingu stjórnarandstöðunn-

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.